fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Líkamsárás á starfsmannakvöldi Wow Air – Flugmaður fluttur á bráðadeild

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 9. september 2018 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Wow Air lenti í líkamsárás síðastliðið föstudagskvöld og var fluttur á bráðadeild Landsspítalans með áverka á höfði. Frá þessu greinir Fréttablaðið og kemur þar fram að brotaþoli hafi verið flugmaður og gerandinn flugþjónn, sem nú hefur látið af störfum.

Talið er að flugþjónninn hafi ráðist á flugmanninn með matardisk og að töluvert af blóði hafi sést á vettvangi. Atvikið átti sér stað á Hard Rock Café en þar fór fram skemmtikvöld sem var skipulagt af starfsmannafélagi Wow Air. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, staðfestir að líkamsárásin hafi átt sér stað og segir að brotaþolinn hafi fengið viðeigandi aðstoð og sé nú á batavegi.

Starfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina en þar kemur fram að margir hefðu haft áhyggjur eftir árásina skyndilegu. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum og eru allir beðnir um að eyða myndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“