fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Fréttir

Óli lagði sjómennskuna á hilluna og fór að vinna á leikskóla: „Kem stundum heim þreyttari en eftir 15 tíma á sjónum“

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 22:00

Ólafur Ingi Bergsteinsson er 34 ára, tveggja barna faðir frá Stykkishólmi. Hann hafði starfað sem sjómaður í nokkur ár þegar hann ákvað að breyta algjörlega um starfsumhverfi og sækja um vinnu á leikskóla í bænum. Það var ákvörðun sem hann sér svo sannarlega ekki eftir.

„Ég hafði starfað sem sjómaður hjá útgerðarfélaginu Kára í rúm þrjú ár og fannst það mjög fínt. Því miður hentaði starfið ekki mínu fjölskyldumynstri þar sem konan mín á þeim tíma vann vaktavinnu og því var oft mjög strembið að púsla þessu öllu saman, í sambandi við pössun og annað. Ég ákvað eftir smá hugleiðingu að prófa að fá mér vinnu í landi og sló ég til þegar ég sá að það var auglýst eftir fólki til að vinna á leikskólanum hér í Stykkishólmi,“ segir Ólafur, Óli eins og hann er jafnan kallaður.

Jákvæð viðbrögð

Óli segir fjölskylduna og vini hafa stutt þá ákvörðun hans að koma í land. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð við þessu og fólk almennt tekur þessu vel enda er rosalega gott að hafa karlmenn í þessari vinnu. Ég fæ jákvæðar athugasemdir við það sem ég er að gera þannig að ég er sennilega að gera eitthvað rétt.“

Óla líkar starfið á leikskólanum vel en viðurkennir að það geti verið erfitt. „Ég kem stundum heim þreyttari en eftir fimmtán tíma á sjónum en allt öðruvísi þreyttur. Munurinn á þessum tveimur stöðum er í raun sá að vinnan á leikskólanum getur verið andlega erfið á meðan vinnan á sjónum getur verið líkamlega erfið. Vinnutíminn á leikskólanum er líka mun betri en á sjónum og það er gott að vera með öruggt helgarfrí,“ segir Óli.

Sest á skólabekk í haust

Skömmu eftir að Óli hóf störf á leikskólanum ákvað hann að ganga alla leið og skrá sig í leikskólakennaranám. Óli tekur námið í fjarnámi frá Stykkishólmi og byrjar í haust. „Það var fyrst og fremst áhuginn á leikskólastarfinu sem fékk mig til að sækja um námið. Svo voru þessar elskur sem ég er að vinna með alltaf að ýta þessari hugmynd dýpra og dýpra í hausinn á mér og þakka ég þeim innilega fyrir það. Einhvern tímann hækka svo launin vonandi eitthvað en það er nú svo sem málið út af fyrir sig enda eru þau hlægilega lág,“ segir hann.

Þrátt fyrir lág laun sér Óli ekkert eftir ákvörðun sinni og hvetur aðra karlmenn til að feta sömu braut. „Ég mæli hiklaust með þessu fyrir karlmenn. Eflaust ríkir einhver hræðsla meðal karlmanna og sumir líta á þetta sem „kvennastarf“, sem þetta er alls ekki. Það geta allir unnið á leikskóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu
Fréttir
Í gær

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við