fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Grænmetisætum misboðið yfir frétt RÚV um hjónavígslu kinda: „Er hann bara alveg með það á hreinu að þær hafi viljað giftast?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Árnýju Maríu Elínborg er gróflega misboðið yfir frétt RÚV um bandarískan beikonprest sem gaf saman tvær sauðkindur. Kindurnar voru gefnar saman í athöfn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í gær til að vekja athygli á matarhátíðinni Reykjavík Food Festival sem haldin verður á Skólavörðustíg á laugardaginn.

Árný skrifar færslur innan tveggja hópa vegna fréttarinnar. Innan hópsins Fjölmiðlanördar segir Árný að fréttin hafi verið með öllu gagnrýnislaus. „Hvar eigum við að byrja með þessa frétt og gagnrýnisleysi vaktstjóra Rúv og fréttamannsins í þessari umfjöllun… Hringja engar bjöllur ef ég nefni arabaklæði og beikon, eða verksmiðjuframleiðsla af verstu sort og beikon? Verður Rúv kannski með frétt næst um Búrhænufestval Brúneggja og Ramadanbeikonfestival?,“ skrifar Árný.

Þar hlaut færslan ekki mikinn hljómgrunn utan þess að Vala Arnadóttir, stjórnandi hópsins Vegan Ísland, tók undir með henni. „Hvaða þrotuðu fábjánum fannst þetta sniðugt? Á að uppræta fordómum og fagna hinsegin fólki á sama tíma og við ýtum undir rasisma og fögnum dýraníð?,“ skrifar Vala.

Árný gerði aðra færslu um fréttina innan hópsins sem Vala stýrir, Vegan Ísland. Þar voru fleiri sammála Árný. „Beikonprestur í Húsdýragarðinum…. í nafni „mannréttinda“… út af matarfestivali… að gifta tvær kindur… – og Rúv gerir frétt um þetta og orðræðuna sem fylgir þessu gagnrýnislaust. Ok, þú borðar kannski kjöt, en hvað var fréttamaðurinn að hugsa? Og Húsdýragarðurinn.. ..   Er það bara mér sem finnst þetta offensive og hljóti að vera það líka fyrir bara allt hugsandi fólk, hvort sem fólk er vegan eða kjötætur? Beikon ábyggilega eitt skýrasta táknið um dýraníðslu. Hvað næst? Búrhænufestival í boði Brúneggja? Þetta gekk alveg fram af mér. Getum við plís öll sent Rúv kvörtunarbréf?,“ skrifaði Árný þar.

Fyrrnefnd Vala spyr í athugasemd hverjum hafi dottið það í hug að fá Bandaríkjamann sem tilbiður beikon til landsins. „Hver eyddi peningum í það að flytja inn fyrrum orustuflugmann úr Persaflóastríðinu sem tilbiður svínaafurðir í arabaklæðum? Hversu margir komu að þeirri ákvörðun og fannst EKKERT athugavert við það?,“ skrifar Vala.  Árný telur hefur svör á reiðum höndum. „Gert til að móðga eins marga og hægt er held ég…“

Cecilia Þórisdóttir setur svo sérstaklega spurningarmerki við sjálfa vígsluna. „… og að gifta kindur? Er hann bara alveg með það á hreinu að þær hafi viljað giftast?,“ spyr Cecilia. Rétt er að taka fram að sauðkindurnar virtust ekki áhugasamar fyrir þessu uppátæki og þurfti að narra þær til að kyssast með heyi, líkt og sjá má í frétt RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði