fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Leigir furðulegt herbergi á Arnarnesinu – „Rosalega er fólk orðið ógeðslegt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur auglýsir herbergi í stóru einbýlishúsi á Arnarnesinu til leigu innan Facebook-hópsins Leiga. Það væri varla til frásagnar ef það væri ekki fyrir þær sakir að herbergið virðist vera klósett, með sturtu og vaski. DV hafði samband við konuna sem sagði auglýsinguna ekkert grín. „Þarf ég eitthvað að tilkynna hvað ég geri heima hjá mér,“ segir konan. Í hópum á samskiptamiðlum þar sem íbúðir eru auglýstar til leigu hefur hátt verð verið gagnrýnt oft harðlega en leiguverð hefur rétt eins og íbúðarverð hækkað mikið á síðustu mánuðum. Er herbergið á Arnarnesi enn eitt dæmið um háa leigu á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess.

Auglýsing konunnar hljóðar svo: „Í stóru einbýlishúsi á Arnarnesinu er til leigu rúmgott herbergi, vaskur og sturta eru inn í herberginu og klósett er staðsett við hliðina á herberginu. Allar innréttingar eru nýjar og við óskum eftir reyklausum einstaklingi  og rólegum. Engin partí leyfð þetta er mjög róleg fjölskylda og samgöngur eru með besta móti.“

Viðbrögð fólks innan hópsins eru nánast öll á sama veg, fólki blöskrar að staðan á leigumarkaðinum sé orðin það slæm að klósett séu leigð sem vistarverur. Ekkert verð er gefið upp í auglýsingunni en svo virðist sem það hafi verið í auglýsingunni fyrst um sinn en svo fjarlægt. Einn segir að þegar auglýsingin birtist fyrst, í hádeginu, hafi staðið að leigan væri 100 þúsund krónur á mánuði.

Annar vitnar í að leigan hafi verið 120 þúsund krónur: „Rosalega er fólk orðið ógeðslegt að leigja herbergi með sturtu með aðgang af wc á 120 þúsund kr isl á mánuði !! Ætli fylgi rafmagn og hiti?“

Flestir trúa því einfaldlega ekki að auglýsingin sé raunveruleg. „Nei þetta hlýtur að vera grín, fokking sturta og vaskur inn í svefnherbergi. Það toppar þetta sennilega enginn, Haha og hvað leigan kannski 80.000kr á mánuði? Hvað ætli að verði lengi að myndast mygla þarna. Heimskulegra hef ég ekki séð það,“ skrifar einn í athugasemd. Fleiri taka undir og spyrja hvort þetta sé ekki grín. „Er þetta fokking grín,“ skrifar einn meðan annar segir: „Ég ætla að vona að þú sért að grínast“.

Ein kona skrifar: „Hvað kostar svo að leigja þennan sturtuklefa? Kemur það fram einhversstaðar? Heppilegt að geta rúllað beint úr bælinu inn í sturtuna. Usss“. Ein kona segir þetta lýsandi fyrir ástandið: „Sorglegt samt að líklega er einhver í nógu miklum húsnæðisþrengingum til að leigja þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala