fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Kolbrún tætir í sig íslenskar fjölmiðlakonur – „Hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. júlí 2018 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, í blaðinu í dag.

Kolbrún fjallar þar um mál fjölmiðlamannsins Hjartar Hjartarsonar sem var sendur heim af HM í Rússlandi á dögunum. Hjörtur var sagður hafa áreitt Eddu Sif Pálsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV, en árið 2012 kærði Edda Hjört fyrir líkamsárás. Þau náðu samkomulagi þar sem hann viðurkenndi fulla ábyrgð og fór málið því aldrei fyrir dóm. Þá var Hjörtur sendur íu leyfi frá störfum hjá Stöð 2 árið 2014 eftir að hafa ráðist á samstarfsmann sinn.

Hjólar í stöllur sínar

Þó Kolbrún nefni aldrei nafn Hjartar í leiðaranum er augljóst að tilefni skrifanna eru viðbrögðin sem fylgdu á eftir, en eins og greint var frá sendu íslenskar fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu í liðinni viku þar sem þær sögðust telja það „ólíðandi að maður sem ítrekað hefur brotið á samstarfsfólki sínu fái sífellt ný tækifæri í fjölmiðlastétt á þeim forsendum að hann sé hættur að drekka.“ Vildu þær Hjört útlægan úr fjölmiðlabransanum.

Kolbrúnu þykir ekki mikið til viðbragða samstarfskvenna sinna koma og segir að það munu ávallt verða til hópar sem stunda opinberar aftökur.

Opinberar aftökur ekki leyfðar

Kolbrún bendir á í byrjun greinar sinnar að það sé vandkvæðum bundið að vera manneskja; allir misstígi sig á lífsleiðinni, flestir læri af mistökum sínum en þó séu því miður til þeir sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur.

„Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum.“

Sjálfsagt að brennimerkja fólk?

Kolbrún segir að það hafi aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann en samt sé hneigðin til þess mjög áberandi.

„Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir.“

Útskúfað úr samfélaginu

Kolbrún snýr sér svo að máli Hjartar og segir:

„Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu.“

Þá snýr hún sér að fjölmiðlakonum sem hún vandar ekki kveðjurnar:

„Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald.“

Ætlar að ná sér á strik

Eftir að Hjörtur hafði verið sendur heim sagðist hann iðrast gjörða sinna mjög í samtali við Fréttablaðið.

„Upp tóku sig gömul veikindi sem ég hafði haldið í skefjum í rúm fjögur ár. Ég hrasaði illilega sem leiddi af sér óæskilega hegðun. Ég gleymdi mér í þessari stöðugu baráttu við áfengissjúkdóminn og fékk það harkalega í bakið. HM ferð mín var því stytt um þrjá daga enda engin leið til að takast á við veikindi mín hér í Rússlandi,“ sagði hann og bætti við að það væri erfitt að vera í þessum sporum og vanlíðanin óbærileg.

„Ég hef ekki snert áfengi eftir þetta eina kvöld og þannig mun ég hafa það áfram. Ég mun klífa þennan skafl sem ég er búinn að koma mér í.“

Mikilvægt að senda skýr skilaboð

Daginn eftir að fréttin leit dagsins ljós og yfirlýsing Hjartar sendu 102 íslenskar fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu, sem fyrr segir. Í henni kom meðal annars fram:

„Við undirritaðar, konur í fjölmiðlum, krefjumst þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi okkar og annarra starfsmanna sinna á vinnustað. Við mótmælum því að í stéttinni starfi maður sem hefur ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi.“

Kolbrún endar grein sína á þeim orðum að alltaf verði til hópar sem stunda opinberar aftökur.

„Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist