Fréttir

Afhjúpa hvers vegna reiði fylgir svengd

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 21:00

Vísindamenn telja sig vera búna að lausnina við því hvers vegna sumir verða reiðir og pirraðir þegar þeir finna fyrir svengd, fyrirbæri sem hefur fengið orðið „hangry“ á enskri tungu, blanda af orðunum fyrir reiði og svengd.

Ný rannsókn, gerð við Háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, bendir til að neikvæðar tilfinningar og reiði sé ekki aðeins hægt að bendla við svengd heldur séu líka einstaklingsbundnar við persónuleika sem og eðli hvers og eins.

400 manns tóku þátt í rannsókninni og voru þau beðin um að leggja mat á ýmsar myndir á meðan svengd þeirra var mæld. Það kom í ljós að því svengra sem fólk varð því neikvæðara var það í garð myndanna, en aðeins eftir að það var búið að sjá eina neikvæða mynd. Svo var hluti þeirra sem pirraðist ekki neitt.

Einnig var tekið mið af öðrum hlutum sem gætu farið í taugarnar á fólki, reiddust margir þegar þeir töldu að tölvan sem þeir voru að taka prófið virtist bila. Svanga fólkið reiddist mest.

200 aðrir þátttakendur voru svo látnir taka skriflegt próf, helmingurinn var látinn borða fyrir prófið á meðan hinir áttu að fasta.

Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi, matur hefur áhrif á tilfinningar margra. „Það er samt ekki þannig að þú verður svangur og byrjar að hata heiminn,“ segir Kristen Lindquist, einn rannsakendanna, í samtali við NPR. „Við verðum öll svöng og vitum hvað það er vond tilfinning, svo fáum við okkur samloku og líður betur. Hungur veldur ekki beint reiði heldur gerir það okkur tilfinninganæmari og viðkvæmari fyrir pirringi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“
Fyrir 2 dögum
Leki og lygar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri