fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Samfélag áhugafólks um leiðinlegar fótboltaupplýsingar blómstrar: „Brandari sem vatt upp á sig“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 19:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 5.000 manns eru nú í hóp á Facebook sem ber heitið: „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ en þar deilir fólk bæði leiðinlegum og tilgangslausum upplýsingum um fótbolta. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn af forsprökkum hópsins segir hann vera brandara sem vatt upp á sig.

„Ég hef mikinn áhuga á fótbolta og þá einkum ýmsum sérviskulegum hlutum. Fyrir vikið set ég oft Facebook-færslur um sitthvað tengt fótboltanum. Þetta þótti sumum ganga of langt og einhverju sinni gekk Kolbeinn, félagi minn, í að stofna þennan hóp með þeim orðum að ég gæti troðið öllum þessum óáhugaverðu fótboltaupplýsingum mínum þar. Þetta er í raun brandari sem vatt aldeilis upp á sig,“ segir Stefán í samtali við DV.

Stefán er nokkuð ánægður með þróunina á síðunni en segir mikilvægt að hún verði ekki vettvangur fyrir einhvern skoðanaskipti milli stuðningsmanna fótboltaliða. „Flestir ná upp í konseptið og skrifa um fáránlega langsótta og óáhugaverða hluti tengda fótboltanum – sem reynast svo fjári áhugaverðir þegar nánar er að gætt,“ segir Stefán.

Óhætt er að segja að sannkallað fótboltafár hafi gripið íslensku þjóðina og hefur hópurinn ekki farið varhluta af því. Stefán reiknar með góðu flæði óáhugaverða upplýsinga á næstu vikum. „Þetta er nú þegar farið á fullt og fólk er byrjað að hneykslast á innihaldsríkum fréttum af landsliðinu. Þegar mótið hefst fyrir alvöru trúi ég því að menn fari á flug og grafi upp kjúríosítet um keppnisliðin,“ segir Stefán að lokum.

Þeir sem hafa áhuga á því að ganga í þennan óáhugaverða hóp geta gerst meðlimir með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 19 klukkutímum
Óíslensk hegðun
Fréttir
Í gær

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi
Fréttir
Í gær

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óku um í stolinni bifreið – Ungir menn reyndu að stinga lögregluna af

Óku um í stolinni bifreið – Ungir menn reyndu að stinga lögregluna af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum