fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Ingvar kærður fyrir hótanir vegna Gloríu: „Það fær einhver að brenna illa fyrir kvalirnar á dóttur minni“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 18. maí 2018 10:28

Ingvar Árni Ingvarsson hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir grófar hótanir í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti sem annaðist smáhundinn Gloriu. Ingvar var svo ósáttur við störf dýralæknanna að hann tilkynnti fyrirfram á Facebook-síðu sinni að hann væri á leið í fangelsi. Þá er Ingvar einnig ákærður fyrir brot gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum fyrir að reyna að smygla lyfseðilsskyldum lyfjum til landsins. Hann er enn fremur ákærður fyrir að hafa í ágúst árið 2015 reynt að smygla frá Frankfurt í Þýskalandi skammbyssu, magasíni fyrir riffil, piparúða og sjö pökkum af skotfærum. Ingvari var birt ákæran um miðjan síðasta mánuð.

Gloria – „Elsku fallega gloria mín er svo veik er svo erfitt að geta ekkert gert fyrir litlu stelpuna mina,“ skrifar Ingvar á Instagram.

Mikið hefur gengið á hjá Ingvari síðasta mánuðinn. Þann 30. apríl greindu fjölmiðlar frá því að bensínsprengju hefði verið kastað inn um glugga íbúðar í Súðavogi á annarri hæð. Í frétt Vísis var greint frá því að hjón af erlendu bergi brotnu eigi heima í íbúðinni en fjöldi íbúða er í húsinu.

Samkvæmt heimildum DV beindist árásin að Ingvari en ýmist vegna óheppni eða vanþekkingu lenti Molotov-kokteillinn hjá pólskum nágrönnum hans. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upplýsingar um árásina vegna rannsóknarhagsmuna. Í frétt Vísis sagði að tveggja manna væri leitað í tengslum við brunann og málið tengdist átökum í undirheimunum.

Þann 13. maí var sérsveitin með stóra aðgerð en um klukkan átta að kvöld var Maserati-sportbíll stöðvaður í Hafnarfirði. Þar voru tveir handteknir, þar á meðal Ingvar. Sérsveitin lokaði götunni en þá var lögreglan einnig vopnuð í aðgerðinni líkt og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni.

Dæmdur í stóra fíkniefnamálinu

Ingvar Árni hefur ítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var dæmdur í stóra fíkniefnamálinu árið 2000 sem var afar umfangsmikið. Hann var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að kaupum á 660 grömmum af kókaíni frá Bandaríkjunum en efnin flutti hann til landsins í varahlut.

Lögregla vopnuð á vettvangi

Þá var Ingvar ákærður í lok árs 2009 fyrir að halda fyrrverandi sambýliskonu sinni nauðugri og var hann sakaður um að slá hana svo hún féll fram af svölum en fallið var fjórir metrar. Konan brotnaði víðs vegar um líkamann. DV ræddi við Ingvar Árna stuttu eftir að hann hlaut þann dóm og þá sagði hann:

„Það eina sem ég get sagt er að ég hef gert allt of mikið fyrir þessa stelpu og verið allt of góður við hana. Við höfum átt í erjum áður og guð má vita hvort hún hafi ekki oft átt skilið að fá einn löðrung miðað við það hvernig hún hefur hagað sér, en ég er enginn ofbeldismaður.“

Hundarnir eins og börn

Í ákærunni frá 10. apríl síðastliðnum kemur fram að þann 6. mars 2016 hafi hann hótað starfsmönnum  Dýralæknamiðstöðvarinnar. Ingvar hefur átt nokkra hunda og elskar þá eins og börnin sín:

Sérsveitarmenn ráða ráðum sínum á vettvangi

„Það bendir allt til þess að dýraspítalinn í Grafarholti hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar Gloria mín fór í allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo er sem ég mun komast í fyrramálið, munið þið ekki sjá mig á faceinu næstu daga. Ég ætla að stúta þessum læknabeljum [með] krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessari dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum. ÉG ER SVO BRJÁLAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAILTIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIÐ.“

„Ég er brjálaður“

Eftir hvatningarorð frá vini kvaðst Ingvar brotinn á sál og líkama. Greindi hann jafnframt frá því að hann hefði skrifað niður nöfnin á öllum dýralæknum í Grafarholti og væri að undirbúa hefndaraðgerðir.

„Fylgstu með vísir.is og mbl á morgun […] Ég er að fara að kýla þessar kellingarherfur og dýraníðinga í klessu og þetta er loforð, ég er brjálaður“

Ingvar Árni í fylgd lögregluþjóna.

Ástæðuna fyrir þessu uppþoti Ingvars útskýrði hann á þá leið að hann hefði farið með smáhundinn Gloriu í allsherjarskoðun og óskað sérstaklega eftir að hjarta dýrsins yrði rannsakað gaumgæfilega. Hafði hann miklar áhyggjur af heilsu hundsins.

„Það var byrjað að gefa sig meira dag frá degi og þessir níðingar hefðu getað sett hana á hjartalyf og þá væri hún í góðu lagi í dag en þeir fokkuðu þessu upp og í staðinn ætla ég að kýla dýralækningahóruna sem sinnti henni sundur og saman og síðan ætla ég að senda 5 djönkara sem ég þekki til að brenna þetta skítaplace til að bjarga greyið dýrunum sem eru send á þetta fokkings helvítis skítaplace.“ Þá sagði Ingvar:

„Það fær einhver að brenna illa fyrir kvalirnar á dóttur minni á morgun, það er á hreinu.“

Við það að tapa glórunni af sorg

Ljóst er að veikindi Gloriu hafi fengið mikið á Ingvar sem opnaði sig um að hann hefði rústað öllu á heimilinu og væri búinn að tapa vitinu. Hann væri sár og í grimmilegum hefndarhug. Hann ætti eftir að taka ákvarðanir sem myndu koma honum í klandur og sagði:

„ … but fuck it þetta er litla barnið mitt sem ég elska út af lífinu og ef einhver læknir fokkar dóttur minni upp, þá kála ég honum á morgun.“

Ingvar bætti svo við að hann hefði farið upp í Grafarholt með boxhanska því þá myndi sjást minna á dýraníðingunum eins og hann uppnefndi dýralæknana. Ingvar var ósofinn, illur í skapi og hafði að eigin sögn neytt mikils magns af kókaíni. Kvaðst hann gjörsamlega vera að tapa glórunni af sorg.

„Gloria mín er að deyja og það þýðir refsing og grimmileg hefnd. Það þýðir ekkert að stoppa mig.“

Ingvar fór síðan með Gloriu á annan spítala þar sem hann var afar ósáttur með þjónustuna.

Sterar og byssur

Ingvar er einnig eins og áður segir ákærður fyrir fleiri brot. Þann 3. mars var hann stöðvar í Leifsstöð með sjö ampúlur af lyfseðilsskylda lyfinu HCG-M 5000. Ingvar er ákærður fyrir að hafa flutt vopn til landsins en það var 22. ágúst í fyrra.

Vopnin voru skammbyssa af gerðinni Zorak Mod 918, eitt stykki riffill og magasín fyrir riffil, eitt stykki piparúði – 80 ml, eitt stykki piparúði – 50 ml af sömu gerð og sjö pakkar af skotfærum, samtals 350 stykki.

Héraðsdómur krefst þess að Ingvar verði dæmdur til refsingar og greiði allan sakarkostnað, að framangreind vopn og lyf verði einnig gerð upptæk.

Handteknir á margra milljón króna glæsikerru

Ingvar var dæmdur í stóra fíkniefnamálinu upp úr aldarmótum.

DV óskaði eftir upplýsingum um handtökuna í Hafnarfirði þar sem Ingvar var stöðvaður ásamt félaga sínum á hinum glæsilega sportbíl.

Lögregla verst allra fregna af málinu en þó fengust þær upplýsingar að lögregla hafi veitt mönnunum eftirför frá Kópavogi þar til þeir voru handteknir í Hafnarfirði.

Miðlæg rannsóknardeild er skráð fyrir málinu og því ljóst að rannsóknin snýr að alvarlegu afbroti. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn neitaði alfarið að tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga