fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Helgi sakaður um að hafa flutt fimm kíló af kókaíni í fölskum botni

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 15:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri, Helgi Stefán Egilsson, hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann er sakaður um að hafa flutt til Íslands tæplega fimm kíló af kókaíni. Samkvæmt ákæru var styrkleiki kókaínsins 88 prósent. Ljóst er að götuvirði efnanna hleypur á tugum milljóna króna.

Helgi Stefán er sakaður um að hafa 14. desember síðastliðinn flutt efnin sem farþegi með flugi frá Barcelona á Spáni til Keflavíkurflugvallar. Fíkniefnin voru falin í fölskum botni í ferðatösku. Helgi Stefán er enn fremur ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni tæpt gramm af amfetamíni sem lögregla fann á heimili hans að kvöldi 14. desember.

Miðað við dómafordæmi þá má teljast líklegt að hann fái þungan dóm, verði hann fundinn sekur. Til samanburðar þá fékk brasilískur karlmaður átján mánaða dóm í fyrra fyrir smygl á einu kílói af kókaíni.

Málið verður þingfest á morgun við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala