fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fýkur í Sigga storm: „Mér finnst þetta svo mikil lágkúra að ég á ekki orð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. maí 2018 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir að andstæðingar hans geri lítið úr veikindum hans til að koma höggi á hann. Hann var frá störfum sem kennari í Víðisstaðaskóla í vetur vegna veikinda.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að kurr sé meðal starfsfólks skólans vegna þess hve virkur Sigurður er í kosningabaráttu sinni en hann leiðir Miðflokkinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði.

„Þetta eru örfáir einstaklingar sem hafa valið að tjá sig með þessum hætti og þessi skrif dæma sig sjálf. Ég hef verið frá kennslu í vetur og er hættur að kenna. Aðalatriðið er að þetta er bara neðanbeltismálstaður og er ekki svaravert. Það er talað um að ég sé í fullu starfi til bæjastjórnarkosninga. Hvers konar vitleysa er þetta?,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið.

Hann segir þetta pólitískan hráskinnaleik. „Ég hef í raun ekkert um þessa að segja. Þetta er lágkúruleg framkoma og þetta á ekki við rök að styðjast eins og þetta er sett fram. Og ég er ekki búinn að vera í kosningabaráttu til sveitastjórnar í heilt ár eins og ýjað er að. Það er verið að lítið úr því og draga í efa að ég hafi veikst í baki í haust. Mér finnst þetta svo mikil lágkúra að ég á ekki orð,“ segir Sigurður.

Hann segist hafa gert allt rétt hvað veikindi sín varðar og skilað öllum gögnum til trúnaðarlæknis. Hann segir að læknismeðferð sín hafi borið árangur. „Mér finnst dapurlegt að þegar maður missir heilsuna tímabundið, eins og gerðist þarna, að reynt sé að gera það að einhverju pólitísku bitbeini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala