fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sindri opnar sig um flóttann: „Þetta var stríð í hausnum á mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. maí 2018 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hljómar eins og þetta sé geðveikt „straightforward“, en það var það ekki. Þetta var stríð í hausnum á mér. „Er ég frjáls og ætla ég að vera hérna?“ Ég var í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og í einangrun í fjórar vikur. Svo segja þeir við mig að ég sé frjáls, á ég þá bara að vera í fangelsi? Þetta meikar ekki sens að ég sé bara að fara að hlaupa í burtu.“

Þetta sagði Sindri Þór Stefánsson, sem strauk eftirminnilega úr fangelsinu að Sogni, í viðtali við Harmageddon í morgun. Hann hafnar því alfarið að hann hafi strokið úr fangelsinu. Sindri sagði að það hafi komið sér á óvart var vera kallaður strokufangi. „Ég bjóst ekki við að þetta færi í fjölmiðla, því ég vissi það að ég væri frjáls maður til að fara minna ferða. Þeir setja einstaklinga í tímabundið gæsluvarðhald, í sólarhring, eins og gerðist út í Amsterdam. Það er borðleggjandi að ég var frjáls minna ferða.“ sagði Sindri.

Sindri sagði að gæsluvarðhaldið og einangrunin hafi verið án efa erfiðasta tímabil ævi hans. „Að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni og vera kippt út úr þjóðfélaginu. Þetta tekur mjög á sálarlífið. Ég var bara lokaður inni í klefa og fæ skaffaðar máltíðir í gegnum litla lúgu. Ég hitti í rauninni engan nema starfsmann á vakt,“ sagði Sindri.

Hann segist hafa tekið ákvörðunina að fara af Sogni um klukkan ellefu að kvöldi. „Upp úr því panta ég flugið. Ég skila tölvunni fyrir tólf, eins og ég á að gera, og er svo farinn klukkutíma seinna. Þetta er algjörlega gert í flýti, sem ég geri mjög oft. Ég er mjög hvatvís og sá eftir þessu strax og ég var kominn upp á völl. Þetta gerðist bara og þegar ég var kominn út, ég sá svo mikið eftir þessu úti,“ sagði Sindri.

Hann var spurður út í flugið sem hann deildi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég blikkaði hana ekkert. Ég sá hana bara við „gate-ið“,“ sagði Sindri. Hann sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að hans væri leitað meðan hann var á flugvellinum. „Ég var rosalega nojaður og bjóst við öllu því versta. Ég horfði niður allan tímann og reyndi að fela mig meðal almúgans,“ sagði Sindri.

Sindri flaug til Svíþjóðar og munaði litlu að hann yrði handtekinn þar. „Þaðan tek ég leigubíl og það er net í bílnum. Ég fer í tölvuna og skoða fréttirnar. Einhvern veginn verður þetta „downhill“ frá því, bæði andlega og í fjölmiðlum. Þetta var ekki ævintýraferð, ég fór ekki á kaffihús. Þetta var mjög, mjög erfitt. Aðallega út af fjölskyldunni, hvernig þetta er að koma á þau. Þetta kom svo óvænt á þau. Þau sem eru eldri í fjölskyldunni minni skilja ekki alveg hvað er í gangi og ég vissi að það væru allir grátandi heima,“ sagði Sindri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi