fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fá ekki að vera hjá móður sinni á Íslandi: „Hún lifir í stöðugum ótta“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 16. maí 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mream Ashkan Shaema er tveggja barna móðir frá Kúrdistan sem sótt hefur um hæli hér á landi. Hún neyddist til að skilja börnin sín tvö eftir í Grikklandi og hefur enga hugmynd um hvort eða hvenær þau geta sameinast henni á Íslandi og farið með henni í gegnum hælisferðlið.

Vakin er athygli á máli Mream á Facebook-síðunni Ekki fleiri brottvísanir en Mream kom til Íslands fyrir tæpum tveimur vikum og hefur sótt hér um hæli. Börnin hennar tvö, 9 og 5 ára, eru föst í Grikklandi, en hún treysti sér ekki að taka þau með í hættulega för yfir fjölda landamæra frá Grikklandi til Íslands.

Fram kemur að fyrir vegabréfalaust fólk á flótta geti ferðir yfir landamæri verið upp á líf og dauða. Eftir hert landamæraeftirlit Evrópuríkja síðan 2016 hefur flóttafólk neyðst til að fara sífellt flóknari og hættulegri leiðir. Fyrir utan þá hættu sem flóttafólki getur stafað af smyglurum, mætir þeim gífurlegt ofbeldi á landamærum Evrópu af hálfu þjóðríkjanna sem eiga í hlut.

Jafnframt segir að Mream lifi í stöðugri óvissu og óttist mjög um líf barna sinna.

„Mream talar við börnin sín í símann á hverjum degi en lifir í stöðugum ótta yfir að einn daginn svari þau ekki. 5 ára sonur hennar á við heilsufarsleg vandamál að stríða, en það líður yfir hann í tíma og ótíma. Börnin eru nú í umsjá kunningja konunnar.“

Samkvæmt reglum Útlendingastofnun verður ekki hægt að sameina fjölskylduna fyrr en Mream hefur formlega fengið stöðu flóttamanns hér á landi. ÚTL getur hins vegar engin svör gefið um hversu langt ferlið verður. Ekki er óalgengt að fólk þurfi að bíða í meira en ár eftir niðurstöðu.

„Það er undir íslenska ríkinu komið hvort börnin sleppi úr óöruggum aðstæðum í Grikklandi og fái að vera með móður sinni hér,“ segir jafnframt í færlsunni um leið og fólk er hvatt til að þrýsta á yfirvöld varðandi stöðuna í málefnum útlendinga hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“