fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Björn líkir Degi B. við Donald Trump: „Hversu djúpt getur fólk lagst?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Er­lends­son, náinn aðstandandi alzheimer­sjúk­lings, segir Elsu Yeoman, borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar, hafa orðið sér til ævarandi skammar með því að spyrja Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ítrekað hvort hann væri með heilasjúkdóminn alzheimer.

Ummælin í garð Kjartans mun Elsa hafa látið falla á lokuðum fundi forsætisnefndar þann 5.maí síðastliðinn, Kjartan dró ummælin svo fram í dagsljósið á opnum fundi borgarstjórnar þremur dögum síðar þar sem hann bað um viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sagði Dagur: „…all­ir borg­ar­full­trú­ar ættu nú að þekkja húm­or Elsu Yeom­an, sem gæti verið svart­ur og allskon­ar“.

Magnús er ekki sáttur við ummæli Elsu og viðbrögð Dags miðað við grein hans í Morgunblaðinu í dag: „Það er því með ólík­ind­um að stjórn­mála­kona skuli spyrja póli­tísk­an and­stæðing sinn hvort hann sé hald­inn þess­um skelfi­lega sjúk­dómi. Hversu djúpt get­ur fólk lagst í stjórn­mál­um til að sverta mann­orð póli­tísks and­stæðings þótt þá greini á um ein­stök ver­ald­leg mál?“

Magnús segir sjúkdóminn alvarlegt mál. „Ein­kenni alzheimers-sjúk­dóms­ins eru mörg. Byrja oft sem minn­is­glöp, síðar m.a. mál­stol, rang­hug­mynd­ir, dep­urð og þung­lyndi. Sjúk­ling­ur­inn lýk­ur svo lífs­göng­unni oft löngu fyrr, lif­andi horf­inn sín­um nán­ustu.“

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, líkir málinu við ummæli Kelly Sadler, starfsmanns Hvíta hússins, sem sagði nýverið á innanhúsfundi að öldungadeildarþingmaðurinn John McCain „væri hvort eð er að deyja“, en McCain er með heilaæxli og er dauðvona. Sadler sagði sjálf að ummælin hefðu verið látin falla í hálfkæringi. Björn líkir Degi B. við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hvorugur hafi stigið fram og fordæmt ummæli sem koma úr sínum röðum.

Vísar Björn í orð Magnúsar: „Geta tvö hjörtu vinstri borgarfulltrúa slegið öllu taktfastar?“ og segir: „Svarið við spurningu Magnúsar liggur í augum uppi og einnig hitt að Dagur B. er í takt við þá í Hvíta húsinu sem sjá ekki ástæðu til að biðjast opinberlega afsökunar fyrir hönd skjólstæðinga sinna vegna ósæmilegra ummæla þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga