fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stefni var illa brugðið í Kringlunni: „Þessi sjón blasir við mér í kvöld er ég kom úr bíó“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. maí 2018 14:10

Stefnir Snorrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnir Snorrason bráðatæknir birtir á Facebook-síðu sinni átakanlega frásögn af því sem hann varð vitni að í gær eftir bíóferð í Kringluna. Þar varð hann vitni að, að því er virtist, heimilislausum manni sem reyndi að sofa á gangi Kringlunnar.

„Þessi sjón blasi við mér í kvöld er ég kom úr bíó verslunarmiðstöðvar einnar í Reykjavík. Ég tók mynd af þessu, því ég varð smá hissa að ekki séu betri úrræði árið 2018. Ég kunni nú samt ekki við annað en að pikka í kauða og spyrja hvort ekki væri allt í lagi, til að minnsta kosti athuga hvort hann væri lífs eða liðinn greyið. Hann taldi sig vera í lagi, var bara að reyna að sofa. Hælisleitendur fá hlýjan náttstað hér og er það sjálfsagt, en okkar eigið fólk er á götunni og við gerum ekki betur?! Sorglegt,“ skrifar Stefnir.

Í samtali við DV segir Stefnir að það verði að hjálpa fólki sem hefur engin hús að venda. „Gistipláss verða að vera  að minnsta kosti fleiri en heimilislausir svo að allir hafi í hús að venda. Mér finnst þetta bara dapurlegt þess vegna setti ég þetta á vegginn minn. Ég veit að Konukot og kvennaathvörf hafa einhver pláss og kannski ekki nóg af þeim en ég veit líka að karlmenn hafa ekki komist að í Gistiskýlinu við Lindargötu vegna plássleysis. Kannski þess vegna hallar fólk sér á göngum verslunarmiðstöðva um ellefu á kvöldin,“ segir Stefnir.

Hann segir að eiginkona sín hafi orðið vitni af svipuðu á dögunum. „Fyrir tveimur vikum gekk kona mín og dóttir fram hjá verslunarkjarna í borginni. Þar kom kona að þeim frekar illa til reika og tjáði þeim um veikindi sín og barna sinna sem þurftu fæði. Hún var sem sagt að betla, og það í Reykjavík. Konan mín fór og verslaði fyrir hana brauð mjólk, smjör og ost, en svo var konan farin er þær komu út með varninginn,“ segir Stefnir.

Hann segir að fólki verði stundum að skoða nærumhverfi sit. „Sveitarfélögin gætu hugsanlega látið kostnað nokkurra kokteilboða og þess háttar renna óskipt í sjóð fyrir þá sem minna mega sín. Þau eru enn þá okkar hold og blóð, svo lítum okkur nær. Ég hef séð fólk sofa í ruslageymslu með nokkra svefnpoka og teppi, allskonar rusli, í bullandi kulda og skafrenningi bak við hús á Laugavegi. Ömurlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu