fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Rukkararnir“ mættir aftur við Hraunfossa: „Þessir peningar fara beint í vasann á forríkum rottuheilum“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 15. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Snorradóttir, einn af rekstraraðilum veitingaþjónustu við Hraunfossa, hvetur fólk sem á leið um svæðið til þess að hunsa gjaldtökufólk. Gjaldtaka fyrir bílastæði við Hraunfossa hófst á ný á dögunum en áformin hafa sætt harðri gagnrýni. Eigendurnir sem standa að baki gjaldtökunni eru þrír þekktir fjárfestar, Lárus Blöndal hrl. og forseti ÍSÍ, Guðmundur A Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson.

Kristrún vekur athygli á málinu á Facebook-síðu Hraunfossa.

„Sagan endurtekur sig! Núna eru aftur mættir menn að rukka fyrir bílastæðin og viljum við enn og aftur taka það skýrt fram að við sem erum með veitingastaðinn við Hraunfossa erum andsnúin þessum aðgerðum og erum að reyna allt sem í okkar valdi stendur til að þetta verði stoppað strax !

 Hluti bílastæðanna er á því landi sem við erum með og viljum við benda okkar viðskiptavinum á að taka það fram að þeir ætli að leggja á okkar hluta ! Eins benda öllum á að staðan hefur ekki breyst neitt frá því í fyrra og því lagalegur réttur þeirra sem eru að rukka í mikilli óvissu ! Þar með hvetjum við fólk til að hunsa rukkarana og láta reyna á óvissuna í þessu máli. Með von um að þetta verði stoppað strax.“

Ólögmætt að innheimta gjald inn á friðlýst svæði

Líkt og DV greindi frá í júlí á seinasta ára hafa áform landeigendanna að Hraunsási II um gjaldtöku sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, og sveitarfélaginu Borgarbyggð sem hafa bent á að Hraunfossar séu friðlýst svæði. Bent hefur verið á að gjaldtakan standist ekki lög um náttúruvernd þar sem að samkvæmt þeim er ólögmætt að innheimta gjald inn á friðlýst svæði án leyfis hlutaðeigandi stofnunar, það er að segja Umhverfisstofnunar.

Hraunsás II nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en restin af stæðunum er leigð af veitingaaðilum við fossana. Áður hefur verið gefið út að markmiðið með gjaldtökunni sé að bæta aðstöðu á bílastæðunum.

Fram kom í frétt Skessuhorns þann 6. október síðastliðinn að H-fossar ehf. leigi landið Hraunfossa II af landeigendunum, sem eru þeir Lárus Blöndal hrl. og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson og Aðalsteinn Karlson fjárfestar. H-fossar ehf. er í eigu viðskiptafélaganna Guðlaugs Magnússonar og Kristjáns Guðlaugssonar sem hafa jafnframt rekið veitingastaðinn og verslunina Bauluna í Skaftholtstungum síðan í byrjun september.

Í fréttatilkynningu frá landeigendum og framkvæmdaaðilum á svæðinu kom fram að mikil þörf væri á endurbótum við bílastæðið og umhverfi fossanna.

DV greindi síðan frá því í október síðastliðnum að lögreglan á Vesturlandi hefði stöðvað gjaldtöku á vegum landeigenda að Hraunsási II í Hálsasveit sem hefur farið fram á vegi að Hraunfossum og Barnafossi í Hvíta í Borgarfirði en fossarnir eru friðlýstir sem náttúruvætti.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi kom meðal annars fram að lögreglustjóri telji að aðstæður séu til þess fallnar að skapa verulega hættu við þjóðveginn svo ekki verði við unað.

Hafði starfsmaður þá staðið vaktina og innheimt bílastæðagjöld dagana á undan en ökumenn höfðu þurft greiða 1000 til 2000 krónur í aðstöðugjald af smábílum og fer gjaldið síðan hækkandi eftir því hvort um er að ræða jepplinga, jeppa eða hópferðabíla.

„Þessir menn hafa aldrei sýnt þessari perlu neinn áhuga“

Valdimar Örn Flygenring leikari og starfsmaður í ferðaþjónustu er einn þeirra sem hafa gagnrýntgjaldtökuna. Segir hann þá hafa séð sér leik á borði að hafa hag af framtaksemi bónda á svæðinu sem hefur byggt upp nýtt kaffihús á staðnum. Valdirmar segir í Facebook-pistli:

…bóndinn sem er búinn að vera að reka klósettin þarna og litla sjoppu árum saman með litlum hagnaði og vildi gera betur. Þá loksins komu landeigendur…sem eiga reyndar bara landið undir bílastæðinu 90%, lögðu ekki stæðið og hafa aldrei sinnt þessu neitt.

Þessir menn hafa aldrei sýnt þessari perlu sem fossarnir eru neinn áhuga og aldrei tekið þátt í einu eða neinu en sjá núna leik á borði þegar bóndinn sem er búinn að vera þarna boðinn og búinn árum saman er loksins búinn að koma upp almennilegu kaffihúsi.“

Vilhjálmur Goði Friðriksson leiðsögumaður lýsti einnig yfir óánægju sinni með gjaldtökuna í pistli á facebook.

„Þrír skítalabbar eiga 90 prósent af bílastæðinu en koma ekkert nálægt rekstri staðarins að öðru leyti. Vegagerðin sér um að laga veginn og er hann í mjög fínu standi. En þetta skítatríó sem á megnið af stæðaplássinu hefur nú ráðið mann til starfa við innheimtu. Grunlausir túristar borga nú einhverjum gaur í gulu vesti sem stendur P á af því að þeir vita ekki betur.

 Þessir peningar fara beint í vasann á forríkum rottuheilum og alls ekki í neina uppbyggingu hér enda er annað fólk sem sér um það hér og stendur sig vel í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work