fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Leiðtogi nasistaklíku tók Stefáni fagnandi: „Við hvítir þjóðernissinnar erum stoltir að taka við honum“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 15. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir feðgar, Stefán Árnason Egilsson og synir hans, Stefán Árni og Donovan Tómas, sitja nú á bak við lás og slá í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum fyrir ýmis brot. Stefán eldri og Donovan eru vistaðir í sama fangelsi. Fjölskylda þeirra heima á Íslandi vonast til þess að vistin verði til þess að þeir nái að snúa lífi sínu við.

Fjallað var um málið í helgarblaði DV og var meðal annars rætt við Kristínu Egilsdóttur, föðursystur Stefáns eldri. Í viðtalinu sagði Kristín að feðgarnir væru áreiðanlega betur settir í fangelsi en úti á götu. Þeir hafi verið í eiturlyfjum og plumi sig ágætlega innan veggja fangelsisins.

Stefán Árnason Egilsson er 51 árs og fæddur á góðu heimili í Los Angeles. Hann villtist snemma af leið í lífinu og hóf feril glæpa og eiturlyfjaneyslu. Hann var meðal annars tekinn fyrir að búa sjálfur til eiturlyf en í lok mars síðastliðnum var hann dæmdur fyrir að gefa út falsaðan tékka, taka við þýfi, keyra án ökuréttinda og fyrir vörslu fíkniefna.

Þegar hann hóf afplánun sína þann 3. apríl og var að skipta um föt fannst plastpoki með hvítu dufti í fötunum hans sem reyndist vera metamfetamín. Mun þetta brot bætast við dóm hans.

Síðasti dómur sem Stefán fékk var í maí árið 2017 þegar hann var gómaður með marijúana í fórum sínum. Í október árið 2016 fékk hann dóm fyrir innbrot, þjófnað og fyrir að gefa út falsaðan tékka.

Scott County Jail, þar sem Stefán eldri afplánar, er nýtt fangelsi, stofnað árið 2005. Þar eru 160 klefar, þar af 104 útbúnir fyrir tvo fanga. Fangelsið hýsir bæði gæsluvarðhalds- og langtímafanga af báðum kynjum og unglinga að einhverju leyti. Þetta er fangelsi með mikilli gæslu og litlum réttindum fanga en þar eru þó ýmisleg námskeið og vinnumöguleikar fyrir þá. Þar eru hýstir brotamenn af öllum stigum, allt frá smáglæpamönnum upp í dæmda morðingja.

Moose Lake, þar sem Stefán Árni afplánar, er mun stærra fangelsi með yfir þúsund föngum, stofnað árið 1988. Aðeins karlmenn afplána þar og flestir fyrir eiturlyfjabrot, kynferðisbrot og líkamsárásir. Auk þess eru í yfir hundrað morðingjar í fangelsinu.

Það er þekkt staðreynd að glæpaklíkur stjórna öllu daglegu lífi í bandarískum fangelsum og fara þær oft eftir kynþáttalínum. C.J. Smith, leiðtogi arískra þjóðernissinna, þekkir vel til íslensku feðganna. Þegar Stefán Árni fékk þriggja ára fangelsisdóm í febrúar 2016 skrifaði Smith á Facebook-síðu Stefáns eldri:

„Hann tók dóminum eins og maður, tók ábyrgð á gjörðum sínum og mun afplána með höfuðið hátt. Við í hvíta kynþættinum erum þess heiðurs aðnjótandi að fá mann eins og hann til okkar, og trúðu mér, við hvítir þjóðernissinnar erum stoltir að taka við honum og sýna honum hinn hvíta veg.“

Aríska bræðralagið, sem stofnað var í San Quentin í Kaliforníu árið 1964, er eins konar regnhlífarsamtök hvítra þjóðernisgengja í Bandaríkjunum og hafa þau starfsemi bæði innan og utan veggja fangelsanna. Heildartala meðlima er á bilinu 15 til 20 þúsund manns og stunda þeir glæpastarfsemi af ýmsum toga, svo sem eiturlyfjasölu, fjárkúgun og leigumorð. Þá reka þeir víðtæka vændisstarfsemi innan veggja.

Í fangelsum Minnesota starfa sex þekkt gengi hvítra þjóðernissinna. Það elsta og jafnframt fjölmennasta er Prison Motorcycle Brotherhood, stofnað árið 1986.

Margir hvítir fangar ganga til liðs við klíkurnar til þess að njóta verndar, jafnvel þótt þeir styðji ekki hugmyndafræði kynþáttahyggju. Meðlimir eru flestir húðflúraðir með merkjum á borð við hakakrossinn og þórshamarinn til að merkja sig. Helstu andstæðingar þeirra eru samtök svartra, Black Guerilla Family, en bandamenn þeirra eru mexíkóska mafían, La Eme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“