fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hildur er meira sammála Degi en Eyþóri

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er meira sammála Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar en Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, ef marka má samanburð á frambjóðendum í kosningaprófi RÚV.

Kosningapróf RÚV virkar þannig að frambjóðendur ofarlega á öllum listum sem bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum segja skoðanir sínar á ákveðnum málefnum með því að segja með prósentum hversu sammála eða ósammála þeir eru hverju málefni fyrir sig. Kjósendur geta svo svarað sömu spurningum og mátað sig við frambjóðendur í sínu sveitarfélagi.

Það er ekki í boði að bera saman frambjóðendur á vef RÚV en á þessari síðu er hægt að bera saman alla frambjóðendur í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Niðurstöðurnar eru mjög forvitnilegar enda eru ótal möguleikar í boði.

Til dæmis er Heiða Björg Hilmisdóttir, sem skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, ekki sammála Degi B. Eggertssyni í einu og öllu. Er Dagur 46% hlynntur því að útvega trúfélögum sem þess óska lóðir undir bænahús á með Heiða Björg er 80% á móti. Það ætti ekki að koma á óvart en Dagur er ekki sammála höfuðandstæði sínum, Eyþóri Arnalds, í neinu nema að þeir eru 100% sammála um að sveitarfélagið eigi að reka öflugan tónlistarskóla. Það sem vekur mesta athygli er að Hildur Björnsdóttir er meira sammála Degi en Eyþóri. Eru þau 100% sammála í níu málefnum af 30 og munar litlu í nokkrum tilvikum.

Þó munar miklu á skoðunum þeirra þegar kemur að aðhaldi í rekstri og útvistun verkefna í menntamálum. Hildur er hins vegar aldrei 100% sammála Eyþóri Arnalds. Eru þau til dæmis nánast 100% ósammála hvort sveitarfélagið eigi að taka á móti fleiri flóttamönnum.

Það skal þó tekið fram að kosningapróf RÚV er aðeins til gamans gert og er ekki algilt um öll málefni borgarinnar. Eyþór Arnalds svaraði fyrir meintan áherslumun þeirra í samtali við Vísi, neitaði hann að það væri áherslumunur hjá þeim í helstu grundvallarmálum, þar á meðal væru þau bæði sammála um að borgarlína væri ótæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala