fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes Haukur leikari hvetur neytendur til að gæta sín á þessu: „Ég þurfti í alvöru að hóta að hætta við allt saman í bæði skiptin“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 15. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki sjálfsagt að borga einhverjum tugi þúsunda fyrir að snattast niðrá Sýslumann með einhverja pappíra,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari um leið og hann bendir á þá staðreynd að fasteignakaupendur ráða því sjálfir hvort þeir greiði svokallað umsýslugjald til fasteignasala.

Engu að síður er gjaldið enn víða sett fram í samningum sem skyldugreiðsla til viðbótar söluþóknun. Óvíst er hins vegar hvað felst í gjaldinu fyrir utan það eitt að afhenda gögn til þinglýsingar. Upphæð gjald sins getur numið tugum þúsunda. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 14.maí síðastliðinn.

Fram kemur á vef Neytendsamtakanna að sú þóknun sem fasteignasalar taka vegna sölu fasteignar getur verið mismunandi, en dæmin sýna að hún getur verið allt frá 1,7 prósent og upp í 2,5 prósent af söluverði eignar. Neytendur leita oft til Neytendasamtakanna vegna umsýslugjalds sem kemur til viðbótar söluþóknun og kaupanda eignar er gert að greiða.

Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt töku gjaldsins og Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að gjaldið brjóti gegn góðum viðskiptaháttum þegar ekki hefur verið gerður sérstakur samningur við kaupendur.Þegar enginn sérstakur þjónustusamningur hefur verið gerður við fasteignasölu um gjaldið þá getur fasteignasali ekki farið fram á að neytandi greiði það.

„Það er því mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um þetta og hafni því að skrifa undir slíkan samning, vilji þeir ekki að fasteignasala sjái um þessa þætti. Algengt er að fasteignasölur fari fram á yfir 50.000 krónur vegna þjónustunnar,“ segir jafnframt á vef samtakanna.

Á öðrum stað kemur fram að því hafi verið haldið fram af fasteignasölum að gjaldið sé einnig tilkomið svo fasteignasali geti gætt hagsmuna kaupanda, rétt eins og hann gætir hagsmuna seljanda. Þetta stenst hins vegar ekki skoðun, enda segir í lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 að fasteignasala beri að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Það er því skylda fasteignasala óháð því hvort kaupandi ákveður að gera sérstakan þjónustusamning við fasteignasala vegna ýmissa atriða, svosem þinglýsingu gagna.Í samtali við fréttir Stöðvar 2 á síðasta ári sagði Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum að kaupendur ættu að hafa val um hvort þeir nýttu sér þjónustu fasteignasala við öflun gagna og þinglýsingu skjala eða annist þá vinnu sjálfir.

Þá sagði forstjóri Neytendastofu í samtali við Stöð 2 í gær að fasteignasalar þurfi að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. Á meðan sagði Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala að það gengi ekki upp að kaupendur fari sjálfir með skjöl í þinglýsingu. Skili gögnin sér ekki gæti viðkomandi kaupandi orðið fyrir miklu tjóni.

Þurfti að hóta því að hætta við kaupin

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari vekur athygli á málinu í færslu á facebook síðu sinni og kveðst hafa verið meðvitaður um þetta atriði þegar hann keypti fasteign á sínum tíma og vitað fyrir víst að lögin væru hans megin.

Jóhannes Haukur Jóhannesson
Jóhannes Haukur Jóhannesson

„Ég hef í tvígang keypt fasteign, í bæði skiptin neitaði ég að greiða umsýslugjaldið. Það gékk eftir en ég þurfi að vera ansi harður á því í bæði skiptin. Það stendur í þessum lögum að fasteignasalarnir verði að gera um þetta skriflegan samning, þeim finnst gott að sneika þessu inní kauptilboðið sem maður gerir í upphafi.  Þegar ég gerði mitt fyrsta kauptilboð í eign fyrir rúmlega 10 árum þá strikaði ég yfir þessa setningu í tilboðinu og fasteignasalinn varð mjög óhress með það og sagði það ekki í boði. Það endaði með því að ég þurfti að ganga út,“ segir Jóhannes Haukur og bætir við að hann hafi síðan fengið  símtal frá fasteignasalanum skömmu síðar og var beðinn um að snúa aftur á skrifstofuna.

Í athugasemd undir færslunni bendir Jóhannes Haukur jafnframt á að fasteignasalar geti gengið harkalega fram hvað þetta varðar.

„Ég þurfti í alvöru að hóta að hætta við allt saman í bæði skiptin. Lögin eru orðuð þannig að þeim er „heimilt að rukka umsýslugjald“ en bara ef þeir gera um það samning. Það gera þeir með því að sneika því inní tilboðið, svo þú takir ekki eftir því. Þegar þeir svo rukka þig þá gera þeir það samkvæmt lögunum með vísan í „samninginn“, sem er bara kauptilboðið sem þú gerðir og skrifaðir undir.

Heila málið hjá þeim er að fela þessa upphæð inní tugmilljóna viðskiptum með ýmsum gjöldum. Eitthvað sem fólk gerir örsjaldan á ævinni. Þetta er dirty ef þú spyrð mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi