fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Breytingar gerðar á Eurovision fyrir næsta ár: „Þegar við erum að taka þátt í keppni hljótum við að vilja ná sem bestum árangri“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist gera fastlega ráð fyrir því að breytingar verði gerðar á forkeppni Eurovision hér á landi fyrir næsta ár. Ísland hafnaði sem kunnugt er í neðst sæti í sínum riðli í undanúrslitunum í liðinni viku.

DV greindi frá því í gær að heildarkostnaður við framleiðslu forkeppninnar og þátttöku Íslands í keppninni hafi numið 90 milljónum króna. Er það svipuð upphæð og í fyrra. Inni í þeim kostnaði eru þátttökugreiðslur til EBU, tæknikostnaður á Íslandi, ferðakostnaður og laun þátttakenda. Sagði Skarphéðinn að útlit væri fyrir að verkefnið kæmi til með að standa undir kostnaði.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Skarphéðinn að burtséð frá framlaginu og árangrinum í ár þá sé venjan sú að gera upp hverja keppni fyrir sig með það fyrir augum að gera betur. Engin breyting verði þar á og allt ferlið verði skoðað; allt frá vali á lögum og flytjendum yfir í listræna útfærslu.

„Aðalatriðið er að vera með en þetta er jú keppni og þegar við erum að taka þátt í keppni hljótum við að vilja ná sem bestum árangri og þar setjum við okkur það markmið að komast í úrslit,“ segir Skarphéðinn við Morgunblaðið og bætir við að lokum: „Mér finnst mjög líklegt að við gerum einhverjar breytingar án þess að ég geti sagt núna hversu yfirgripsmiklar þær verða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“