fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sveinbjörg Birna ræðst aftur gegn mosku í Sogamýri: „Ljóst er að engin moska verður byggð á lóðinni án erlends fjármagns“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. maí 2018 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og oddviti Borgin okkar – Reykjavík, fer fram á að lóðin undir mosku í Sogamýri verði afturkölluð. Tillaga Sveinbjargar Birnu verður lögð fram í borgarstjórn á morgun.

Sveinbjörg Birna kom fram með svipaða tillögu rúmri viku fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, þá sem oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Fram að hafði Framsókn og flugvallarvinir ekki mælst með mikið fylgi en kjölfar ummæla hennar um afturköllun á lóð undir mosku, sem ollu ólgu innan Framsóknarflokksins, tók fylgið stökk og náði framboðið inn tveimur mönnum í borgarstjórn. Sveinbjörg Birna hefur ekki lagt áherslu á afturköllun lóðar undir mosku fram að þessu, en í dag er rúmar tvær vikur til kosninga og samkvæmt nýjustu könnunum mælist framboð Sveinbjargar Birnu með rúmlega 1% fylgi.

Lögum samkvæmt eiga sveitarfélög að úthluta kirkjum ókeypis lóðir. Í tillögu Sveinbjargar segir að rök borgaryfirvalda um að ekki megi mismuna trúfélögum hafi verið byggð á hentistefnu þar sem Hjálpræðisherinn fái ekki sömu undanþágu undan sköttum og Félag múslima á Íslandi. „Af viðbrögðum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem mynduðu meiri hluta eftir síðustu kosningar var ljóst að lóðin yrði ekki afturkölluð á grundvelli þeirra sjónarmiða sem ég tefldi fram síðast. Nú eru hins vegar liðin tæp fimm ár án þess að nokkrar framkvæmdir séu hafnar,“ segir í tillögu Sveinbjargar.

Hún segir einnig hæpið að moskan verði að veruleika nema að fjármagn til byggingarinnar komi frá Sádí-Arabíu. Lítið fé hafi safnast hér á landi og engar framkvæmdir hafnar. Gagnrýnir Sveinbjörg Birna þingmenn fyrir að hafa ekki „dug í sér“ til að leggja fram frumvarp sem bannar fjármögnun og afskipti erlendra aðila að trúfélögum:

„Ljóst er að engin moska verður byggð á lóðinni án erlends fjármagns. Jafnframt er ljóst að borgaryfirvöld hafa engan áhuga á að moska verði reist fyrir slíkt fjármagn enda fylgja því jafnan ákveðin skilyrði. Þannig hafa víða verið settar reglur í nágrannalöndum okkar til að koma í veg fyrir að erlent fjármagn, þar á meðal frá Sádí-Arabíu, sé notað til að byggja moskur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“