fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hælisleitandi dæmdur fyrir þjófnaði: Ætlaði að fjármagna lögfræðiaðstoð með því að selja stolna úlpu

Auður Ösp
Mánudaginn 14. maí 2018 20:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitandi frá Georgíu hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar og fíkniefnabrot. Fyrir dómi gagnrýndi maðurinn harðlega framgöngu lögreglu í málinu en hann hélt því fram að hann hefði ekki skilið nógu vel það sem fram fór í skýrslutökum þar sem að ekki var kallaður til georgískur túlkur. Þá sagði  hann það hafa verið mjög óréttlátt að halda honum í gæsluvarðhaldi í 52 daga vegna ósannra sakargifta.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa hafa þriðjudaginn 12. desember 2017, tekið ófrjálsri hendi áfengi að að verðmæti kr. 5.399, úr Vínbúðinni í Reykjanesbæ. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslum sínum, 0,81 g af maríhúana, sem lögregla fann í tösku þeirri sem hann hafði meðferðis við handtöku í Vínbúðinni. Einnig var hann sakfelldur fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa tekið ófrjálsri hendi úlpu að verðmæti 31.995 krónur úr versluninni Smash og sett hana í plastpoka sem hann hafði meðferðis og síðan reynt að yfirgefa verslunina með úlpuna meðferðis. Þegar þjófavarnarkerfi verslunarinnar fór í gang gekk hann aftur inn í verslunina og  skilið úlpuna eftir í mátunarklefa.  Fyrir lögreglu gaf hann þær skýringar að hann hafi ætlað að selja úlpuna til þess að fjármagna lögfræðiaðstoð.

Að lokum var hann sakfelldur fyrir að hafa  tekið ófrjálsri hendi úr verslun Hagkaupa tvö ilmvatnsglös, að verðmætti 8.399 krónur og 21.999 krónur.

Maðurinn kvað alla munina vera sína eign og neitaði alfarið sök í málinu. Hann sagði fjárhagsstöðu sína ágæta, hann ætti 25.000 evrur í banka, sem samsvaraði launum hans í eitt ár. Þá kvaðst hann hafa notið fjárhagsaðstoðar frá Útlendingastofnun á meðan umsókn hans um hæli hér á landi var til meðferðar hjá stofnuninni.

Hann var sýknaður af þremur liðum ákærunnar sem sneru að peningaþvætti en hann var ákærður fyrir að hafa í þrígang tekið við og haft í vörslum sínum magvíslegan varning úr verslunum hér á landi sem honum gat ekki dulist að aflað hefði verið með refsiverðum hætti. Um var að ræða varning á borð við  fatnað, snyrtivörur, skó tösku og armbandsúr. Heildarvirði varningsins var rúmlega 500 þúsund krónur.

Fram kemur í dómnum að engin vitni voru leidd við aðalmeðferð málsins til stuðnings þessum tilteknu sakargiftum á hendur honum. Því virðist sem að sakargiftir á hendur manninum hafi verið reistar á því að hann hafi ekki gert grein fyrir uppruna umræddra muna og því hvernig þeir komust í hans vörslu, og að hann hefði ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að komast yfir þá með lögmætum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“