fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Frambjóðandi á Suðurlandi gekk berserksgang

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 14. maí 2018 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem gekk berserksgang á tveggja tonna gröfu í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson. Hann er annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Lögregla greindi frá því á Facebook í gær að nauðsynlegt hefði verið að beita  lögreglubifreið til að stöðva akstur Ingvars en hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Ingvar er ritari Björgunarsveitar Biskupstungu og slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Lögregla segir í tilkynningu vegna málsins að hún hafi fyrst verið kölluð til vegna þess að ölvaður maður hafi gengið berserksgang á gröfu við heimili sitt. Orðrétt segir í tilkynningu lögeglu:

„Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Á Skálholtsvegi var reynt að komast fram fyrir bifreið mannsins en hann þvingaði þá lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans.“

Ingvar Örn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með meðvitund og eru meiðsl hans ekki talin alvarleg. Hefur hann nú verið fluttur af gjörgæslu á almenna deild. Lögreglumenn á vettvangi slösuðust ekki í aðgerðinni. Líkt og fyrr segir þá er Ingvar Örn ofarlega á lista flokksins Nýs afls í Bláskógabyggð en þar bjóða þrír listar fram.

Slökkt var á síma Ingvars og ekki náðist í oddvita listans, Jón Snæbjörnsson. Eyjólfur Óli Jónsson, fjórði maður á lista, segir að atvikið hafi komið öllum á óvart og listinn muni bregðast við því. Hann segir að fundur verði haldinn í kvöld þar sem ákvörðun verður tekin. „Það er fundur hjá okkur í kvöld þannig að ég get voðalega lítið tjáð mig um þetta eins og er. Við verðum að sjálfsögðu að bregðast einhvern veginn við þessu. Þetta er auðvitað eitthvað sem enginn á von á að gerist,“ segir Eyjólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi