fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Runólfur segir að við eigum að keppa í Ísrael: Rangt að blanda saman listum við milliríkjapólitík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. maí 2018 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er hugsi yfir umræðu um sigur Ísraels en sammála mjög mörgum um framferði þess. En það er að mínu viti rangt að blanda listum, viðskiptum eða íþróttum; sem fallin eru til þess að auka samskipti, skilning, umburðarlyndi og lýðræði, við milliríkjapólitík. Á sama hátt og það voru mistök að taka þátt í viðskiptahindrunum NATO gegn Rússum og ákveða að Guðni Th fylgi ekki íslenska karlalandsliðinu í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni, eigum við að keppa í Ísrael,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri, frumkvöðull og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst í tilefni sigurs Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og þeirra deilna sem sigurinn hefur vakið.

Pistill Semu Erlu Serdar, stofnanda flóttamannahjálparsamtakanna Solaris, á laugardagskvöldið vakti mikla athygli og deilur. Sema skrifaði: „Í gær var 15 ára palestínskur drengur skotinn í höfuðið af ísraelska hernum. Á meðan Ísraelar fagna sigri í Eurovision berast fréttir af því að hann hafi látist af sárum sínum. Með sigri Ísraels í Eurovision hefur Evrópa enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð, landrán, hernám, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Þetta er ógeðslegt. Ógeðslegt.“

Margir hafa bent á að ísraelska lagið sé óður til fjölbreytileikans og mjög í anda #metoo byltingarinnar. Aðrir hafa hins vegar staldrað við þá staðreynd að söngkonan lýsti því yfir að keppnin yrði haldin í Jerúsalem, sem er hápólitísk yfirlýsing því Palestínumenn og margir aðrir geta ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.

Andmælendur Runólfs eru margir og Egill Helgason fjölmiðlamaður bendir á að pólitísk og viðskiptaleg spilling komi einatt við sögu þegar HM í knattspyrnu er valinn staður og þar komi mútur við sögu. Egill skrifar síðan: „Hvað Eurovision varðar þá hef ég ekki heyrt neina haldbæra skýringu á því að Ísrael sé yfirleitt með? Hví þá ekki Palestína, Líbanon eða Jórdanía?“

Þorgerður María Halldórsdóttir skrifar: „Það eru ákaflega veik rök að tala um að halda pólitík utan við eitthvað. Pólitík er í öllu. Ekki síst Eurovision! Það er afskaplega forréttindablinduð staða að telja sig geta „haldið pólitík utan við tónlistarkeppni“ því það sýnir að lífi og limum viðkomandi stafar ekki ógn af pólitíkinni. við höfum tekið stöðu með hópum eins og samkynhneigðum í gegnum Eurovision og ef við ætlum að taka stöðu með sigurvegaranum þá erum við að taka stöðu gegn þeim sem verða fyrir beinum afleiðingum af þeirri pólitík sem Ísrael rekur í Palestínu. Mér þykir allt of vænt um Eurovison og gleðina sem jafnan ríkir þar til að ég sjái mér fært að fylgjast með keppninni á næsta ári. Ég vona innilega að Ísland sitji heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work