fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Eurovision varð að pólitískri púðurtunnu á Twitter: SUS-liðar sakaðir um að aðhyllast apartheid og þeim hótað misþyrmingum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. maí 2018 22:57

Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur gert umræður um keppnina pólitískari en dæmi eru áður um. Í gærkvöld kastaðist í kekki milli ungliða stjórnmálaflokkanna og ýmissa annarra Eurovision-áhorfenda á Twitter og meðal þeirra sem urðu fyrir ágjöf var formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson. Áður en úrslit lágu fyrir í keppninni tístaði Ingvar:

Það væri gott ef innvígða liðið á Twitter myndi gera lista fyrir okkur fáfróðu yfir lönd í Eurovision sem má kjósa. Hvaða lönd eru inni og hver eru úti? Ef Palestína væri í Eurovision, mættu þeir vinna sökum andúðar sinnar á samkynhneigðum?

 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sá þetta tíst Ingvars og vandaði honum ekki kveðjurnar:

Þessi plastpokagúbbi er korter í að skrifa grein um það hvort Nelson Mandela yrði heppilegur leiðtogi Suður-Afríku. Sagan sér um þig buddy.

Þegar úrslit lágu fyrir endurtísti Ingvar tísti félaga síns Sigurgeirs Jónassonar sem var svohljóðandi:

 Bandaríska sendiráðið að flytja til Jerúsalem í næstu viku og Eurovision fylgir í kjölfarið. Bjartir tímar framundan hjá vinum mínum í Ísrael.

 Óskar Steinn Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar og áður stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna, er líflegur tístari og notast við nafnið uncle scary (skari frændi) á Twitter. Hann segir þá Ingvar og Sigurgeir aðhyllast apartheid, en það hugtak hefur verið notað um aðskilnaðarstefnu hvítra og svartra sem ríkti lengi í Suður-Afríku.

Heiftin náði síðan líklega hámarki með viðbrögðum ungs manns, sem heitir Snorri, en hann lagði til að SUS-liðar yrðu skallaðir.

Tekur undir að Ísraelar beita Palestínumenn órétti

 „Margir notendur á Twitter höfðu lýst því yfir að þeir vildu sniðganga Eurovision á næsta ári sem haldin verður í Ísrael. Þó að ég geti tekið undir að Ísrael beiti Palestínu órétti þá er ég ósammála þeirri nálgun að sniðganga keppnina því ég tel að Eurovision eigi að snúast um það sem sameinar þjóðir, fremur en það sem sundrar þær,“ segir Ingvar í samtali við DV. Hann segir síðan að viðbrögð Óskars Steins, sem sakar hann um að styðja apartheid, séu dæmigerð fyrir skotgrafarhernaðinn í umræðunni um Ísrael og Palestínu:

„Alltof margir fara í skotgrafir þegar það kemur að deilu Ísraels og Palestínu. Um er að ræða flókna deilu tveggja þjóða sem báðar hafa slæma sögu með tilliti til mannréttindabrota. Sem dæmi um hversu djúpar skotgrafirnar eru orðnar, þá var ég m.a. sakaður af fyrrv. ritara Samfylkingarinnar um að styðja aðskilnaðarstefnu vegna þess að ég tók því vel að Eurovision yrði haldin í Ísrael. Það er auðvitað fáránleg ályktun að draga og afar ómálefnaleg.“

Um ummæli Snorra, sem vill skalla SUS-menn, segir Ingvar:

„Mér finnst því miður að sumum finnist rétt að beita þá ofbeldi sem hafa aðrar skoðanir. Það er líklega merki um að viðkomandi sé fullkomlega rökþrota að hann telji ofbeldi vera viðeigandi lausn á málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?