fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Alsgáður ökumaður flýði undan lögreglu: Farþegi í bílnum þurfti á sálrænni aðstoð að halda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. maí 2018 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan þrjú í nótt reyndi ökumaður bíls að komast undan lögreglu eftir að hann hafði ekið yfir á rauðu ljósi á Suðurlandsbraut. Eftirför lögreglu var stutt og snörp en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Hann stöðvaði síðan bílinn af sjálfsdáðum í nærliggjandi verslunarhverfi. Ökumaðurinn reyndist vera alsgáður en verður kærður fyrir nokkur brot. Eitt þeirra varðar lagaákvæði um að setja líf manneskju í óljósan háska, þar sem farþegi í bíl mannsins þurfti á sálrænni aðstoð að halda hjá lögreglu vegna háttalags ökumannsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að samtals 70 verkefni vorum á borðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt nótt milli kl. 23 og 07. Þar af voru fjórar líkamsárásir. Tvær þeirra áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur og í öðru tilfellinu þurfti að fylgja brotaþola á slysadeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi