fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Árásin í París rannsökuð sem hryðjuverk: Hnífamaður myrti einn og særði fjóra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 20:18

Hryðjuverk í París. Mynd úr safni. Mynd:Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óstaðfestar fregnir herma að maður hafi verið skotinn til bana í París í kvöld eftir að hafa lagt til vegfarenda með hnífi. Mun hann hafa myrt eina manneskju og sært sjö. Fréttir eru óljósar af málinu sem stendur.

Sky News greindi frá

Kl. 20:20 Samkvæmt þýska miðlinum Bild hrópaði maðurinn „Allahu akbar“ sem íslamskir hryðjuverkamann taka sér oft í munn við árásir sínar.

Kl. 20:25 Franski innanríkisráðherrann Gerard Collomb hrósar frönsku lögreglunni fyrir ísköld viðbrögð sín við árásinni og fyrir að hafa gert árásarmanninn óvirkan. „Hugsanir mínar eru hjá þolendum þessa svívirðilega glæps,“ skrifar ráðherrann á Twitter.

 

Uppfært: Myrti tvo – fjórir særðir, þar af tveir lífshættulega – árásarmaðurinn skotinn til bana:

Kl. 20:49 Samkvæmt uppfærðri frétt Sky News særði maðurinn fjóra og myrti einn með hnífi. Árásin átti sér stað í óperuhverfinu í París þar sem er að finna auk óperuhússins þekktar verslanir, veitingastaði og mikið næturlíf. Verið er að kanna hvort rétt sé að setja málið í hendur hryðjuverkalögreglunnar.

Uppfært: Fólk flúði árásarmanninn inn á veitingastað:

Kl. 21:05 Maður sem sat á japönskum veitingastað í námunda við morðvettvanginn segir að fólk hafi þust æpandi inn á staðinn og sagt að fyrir utan væri maður með blóðugan hníf. Segir hann að fólk hafi fleygt sér niður á gólfið í örvæntingu. Nokkrum mínútum síðar var sett fyrir dyrnar svo árásarmaðurinn kæmist ekki inn.

Kl. 21:10 Samkvæmt Bild fundust ekki skilríki á árásarmanninum, sem lögreglan skaut til bana, og því ekki hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan gefur enn ekkert uppi um mögulegar ástæður fyrir verknaðinum og ekki hefur verið staðfest að ódæðið flokkist undir hryðjuverk.

Kl. 21:20 Margar íslamskar hryðjuverkaárásir hafa átt sér stað í París undanfarin ár og því er lögregla meira á varðbergi fyrir þeim en áður fyrr, að því er Bild segir. Lögregla þykir hafa brugðist mjög hratt við í þessu máli.

Kl. 22:35: Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, lofar lögreglumennina sem felldu árásarmanninn. Macron segir að enn á ný hafi Frakkland þurft að gjalda með blóði en að franska þjóðin gefi ekki tommu eftir fyrir óvinum frelsisins. – Tónninn í Macron er því á þann veg að um pólitískt hryðjuverk hafi verið að ræða þó að ekki sé staðfest opinberlega að svo sé.

Kl. 03:20 Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. Sem fyrr segir er einn árásarþolinn látinn, tveir eru alvarlega slasaðir og tveir með minniháttar meiðsl. Vitni heyrðu manninn hrópa slagorð íslamskra hryðjuverkamanna er hann réðst til atlögu við saklausa borgara: „Allahu Akbar“. Einnig er hann sagður hafa hrópað: „Drepið mig eða ég drep ykkur“. Ekki fundist skilríki á manninum og hafa ekki verið borið kennsl á hann. Flest bendir samt til íslamskrar hryðjuverkaárásar en Frakkar hafa þolað margar slíkar undanfarin ár.

 

FRÉTTIN HEFUR VERIÐ UPPFÆRÐ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu