fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FréttirPressan

Þær hurfu sporlaust fyrir 18 árum – Nú hefur lögreglan nýjar upplýsingar í málinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 08:07

Lauria Bible og Ashley Freeman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 30. desember 1999 gisti Lauria Bible heima hjá bestu vinkonu sinni, Ashley Freeman, og foreldrum hennar. Þær voru báðar 16 ára en tilefni gistingarinnar var að Ashley hafði orðið 16 ára daginn áður. Freeman fjölskyldan bjó í hjólhýsi í Oklahóma í Bandaríkjunum. Eldur kom upp í hjólhýsinu.

Ashley og Lauria höfðu verið bestu vinkonur síðan þær voru í leikskóla saman. Þær bjuggu í dreifbýli í Craig County. Lorene, móðir Lauria, sagði síðar í samtali við Unsolved Mysteries að þær hafi talast við að minnsta kosti einu sinni í viku þótt langt hafi verið á milli þeirra. Þær hafi verið mjög nánar og vitað hvað hin var að hugsa hverju sinni.

Að morgni 30. desember var slökkvilið kallað að heimil Freeman fjölskyldunnar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var hjólhýsið alelda. Rannsókn leiddi í ljós að kveikt hafði verið í hjólhýsinu. Móðir Ashley, Kathy Freeman, fannst við vatnsrúm hjónanna. Hún hafði verið skotin í hnakkann með haglabyssu.

En engin ummerki voru um Danny Freeman, eiginmann Kathy, eða stúlkurnar tvær.  Lögreglan taldi í fyrstu að Danny hefði myrt eiginkonu sína og flúið á brott með stúlkurnar. Daginn eftir komu foreldrar Lauria á vettvang. Þegar þau gengu um brunarústirnar  sáu þau hund Danny Freeman stija nærri braki úr hjólhýsinu. Við nánari skoðun þar fannst illa brunnið líka hans. Hann hafði einnig verið skotinn til bana. En stúlkurnar voru horfnar.

Mikil leit fór fram að þeim en ekkert spurðist til þeirra. Næstu árin var öllum ábendingum og vísbendingum fylgt eftir en án árangurs. Tveir dæmdir morðingjar játuðu að hafa myrt þær en drógu játningar sínar síðar til baka.

Polaroidmyndir veita vísbendingu um örlög stúlknanna

Washington Post segir að nýlega hafi lögreglan loksins getað komið með upplýsingar um örlög stúlknanna. Þá var tilkynnt að lögreglan hefði borið kennsl á þrjá menn menn sem eru grunaðir um að hafa rænt þeim.

Það eru þeir Warren Welch, David Pennington og Ronnie Busick sem liggja undir grun. Welch og Pennington eru látnir. Busick var handtekinn og fluttur til Craig County en þar á hann yfir höfði sér ákæru fyrir fjögur morð. Hann neitaði sök þegar hann var handtekinn en hefur ekki óskað eftir verjanda.

Í skýrslum saksóknara kemur fram að orðrómur um Polaroidmyndir, týnt tryggingaskírteini og nýfundinn kassi með gögnum liggi til grundvallar handtökunni.

Ronnie Busick.

Í skjölunum eru nákvæmar lýsingar á hvernig stúlkurnar féllu í hendur eiturlyfjasala og ofbeldisfullra kvenhatara sem náðu að leyna ódæðisverkum sínum í tvo áratugi með því að hóta fólki öllu illu.

Lögreglan er þess fullviss að þremenningarnir hafi myrt Ashley og Lauria en enn er ekkert vitað um hvar lík þeirra voru grafin.

Þremenningarnir eru sagðir hafa verið sannkölluð illmenni.

Saksóknarar telja að þremenningarnir hafi komið heim til Freeman fjölskyldunnar til að ganga frá eiturlyfjaviðskiptum. Vitni ber að þremenningarnir hafi ákveðið að „taka stúlkurnar og skemmta sér með þeim“ eftir að þeir höfðu myrt Freeman hjónin.

Annað vitni ber að stúlkunum hafi verið haldið föngnum dögum saman í hjólhýsi Welch og hafi „verið nauðgað og kyrktar“.

Lögreglan telur að líkum þeirra hafi verið komið fyrir í holu.

Fyrrum unnusta Welch sagði lögreglunni að hann hafi lengi vel skreytt veggina heima hjá sér með auglýsingum um týndu stúlkurnar. Hún sagðist hafa fundið Polaroidmyndir heima hjá Welch þegar hann sat í fangelsi fyrir að lemja hana illa. Hann hafi geymt myndirnar í leðurtösku. Á myndunum hafi Ashley og Lauria sést bundnar og keflaðar liggjandi í rúmi. Rúmið var það sama og var í svefnherbergi Welch.

Hún sagðist hafa hent myndunum í skott á yfirgefnum bíl og síðan flúið heim til vinar sína. Þegar Welch losnaði úr fangelsi hringdi hann að sögn í hana og krafðist upplýsinga um hvar myndirnar væru. Hann sagðist vita að hún hefði séð þær.

„Ef þú segir einhverjum frá þeim þá endar þú í holu . . . eins og þessar tvær stelpur.“

Sagði hann að sögn við hana.

Annað vitni segir að Welch og Pennington hafi sýnt honum myndirnar mörgum árum eftir að stúlkurnar hurfu og hafi virst vera stoltir af þeim. Enn eitt vitnið gekk inn á mennina þrjá þegar þeir voru að skoða myndirnar.

Tryggingaskírteinið og kassinn

Í febrúar á síðasta ári fékk lögreglan kassa með skjölum sem bentu á ný vitni í málinu. Sum þessara vitna sögðu frá einkaspæjurum sem höfðu unnið að rannsókn málsins í upphafi.

Lögreglunni tókst að hafa upp á einum þessara einkaspæjara en því miður átti hann ekki lengur gögn um málið. Washington Post segir að hann hafi þó verið með tryggingaskírteini sem fannst á brunavettvangin. Skírteinið tilheyrði konu sem bjó með Welch. Hann notaði bílinn hennar oft. Skírteinið tengir Welch því við vettvanginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu