fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vilja banna bænaköll múslima í Noregi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar norska Framfaraflokksins hafa lagt til að bænaköll múslima í Noregi verði bönnuð. Þessi tillaga kemur til vegna þess að moskur í Noregi eru sagðar stefna á að byrja með bænaköll í ljósi þess að þau voru nýlega leyfð í tveimur moskum í nágrannaríkinu Svíþjóð.

Í ályktun flokksins í Buskerud kemur fram að margir líti á bænaköllin sem óviðeigandi og hreinlega pirrandi truflun. „Í Noregi ríkir trúfrelsi og að sama skapi ætti fólk að eiga rétt á því að heyra ekki bænaköllin ef það vill það ekki.“

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Framfaraflokkurinn í Noregi leggur fram álíka tillögu. Fyrrverandi formaður flokksins, Carl Hagen, lagði fram sömu tillögu árið 2000.

Sitt sýnist hverjum um þetta; sumir fagna tillögunni á meðan aðrir óttast að hún brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Norska dómsmálaráðuneytið er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að hún kunni að brjóta gegn 9. grein sáttmálans.

Jon Helgheim, talsmaður innflytjendamála hjá flokknum, segir við Vårt Land dagblaðið að honum sé í raun alveg sama um þennan tiltekna kafla mannréttindasáttmálans. „Það sem er mér efst í huga er að fólk fái frið og þögn í sinni heimabyggð. Það felur í sér að fólk verði ekki fyrir truflun af bænaköllunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“