fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FréttirPressan

Var kvenhatur ástæða fjöldamorðsins í Toronto á mánudaginn?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2014 myrti Elliot Rodger sex manns og særði 13 til viðbótar áður en hann tók eigið líf í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ýmislegt þykir benda til að Rodger hafi verið fyrirmynd Alek Minassian sem er grunaður um að hafa myrt 10 manns og sært 15 til viðbótar í Toronto í Kanada á mánudagskvöldið með því að aka á fólkið.

Lögreglan handtók Minassian skömmu eftir voðaverkið en við handtökuna reyndi hann ítrekað að fá lögreglumann til að skjóta sig. En lögreglumaðurinn hélt ró sinni og því náðist Minassian á lífi.

Lítið er vitað um ástæðu voðaverksins en ekkert bendir til að Minassian tengist hryðjuverkasamtökum. The Globe and Mail hefur fengið staðfest hjá talsmanni Facebook að Minassian hafi líklega birt færslu á samfélagsmiðlinum þar sem hann lýsir yfir stuðningi við fjöldamorðingjann Elliot Rodger. Færsla var birt skömmu fyrir voðaverkið. Auk þess að hylla Rodger í færslunni segir Minassian að hann sé einnig maður sem stundi ekki kynlíf og það gegn eigin vilja.

Í færslunni notar hann orðið incel en það vísar til þeirra sem stunda ekki kynlíf og eiga ekki maka þrátt fyrir að þeir vilji það, sem sagt óviljugir. Umræðuhópar eru til um þetta, til dæmis á Reddit. Í þessum hópum ræða ungir menn um reiði sína og vonbrigði með að stunda lítið sem ekkert kynlíf og að konum finnist þeir ekki aðlaðandi. Þeir segja það alfarið vera sök kvennanna.

Kvenhatur

Rodger var einmitt þessarar skoðunnar. Áður en hann myrti fólkið í Santa Barbara birti hann yfirlýsingu og myndband á netinu þar sem hann sagði hversu mikið hann hatar konur sem hann segir hafa hunsað hann árum saman.

„Á morgun er dagur hefndarinnar, dagurinn sem ég hefni mín.“

Sagði Rodger í myndbandinu.

„Þið stúlkur hafið aldrei laðast að mér. Ég veit ekki hvers vegna en ég ætla að refsa ykkur fyrir það.“

Sagði hann og nefndi sérstaklega stúlkur í stúdentafélögum til sögunnar.

Lögreglustjórinn í Toronto, Graham Gibson, skýrði frá því í gær að flest fórnarlömb Minassian hafi verið konur, sú yngsta 20 ára en sú elsta 80 ára.

Minassian bjó í foreldrahúsum. Samstúdentar hans segja hann vera feiminn, einrænan og óþægilegan í umgengni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump