fbpx
Fréttir

Hvað í ósköpunum varð af Lars Mittank? Þetta myndband hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 21:00

Þann 8. júlí árið 2014 hvarf Þjóðverjinn Lars Mittank sporlaust af flugvelli í Búlgaríu. Mittank, sem á þessum tíma var 28 ára, var í Búlgaríu ásamt hópi vina sem skelltu sér í sumarleyfi til  Golden Sands við Svartahaf.

Eðlileg ferð að mestu

Ferðin var skemmtileg og vinir Lars sögðu að hann hefði að mestu leyti hagað sér eðlilega. Þeir veittu því þó athygli að hann borðaði lítið í ferðinni og skömmu fyrir heimferð þann 8. júlí lenti hann í útistöðum við hóp Þjóðverja á veitingastað McDonalds. Rifrildin voru kannski dæmigerð fyrir unga karlmenn sem hafa áhuga á fótbolta; snerust um stuðning þeirra við ákveðin þýsk fótboltalið, Lars var stuðningsmaður Werder Bremen en hinir voru stuðningsmenn Bayern Munchen.

Þetta kvöld voru vinir hans farnir heim á hótelið og þegar Mittank sneri aftur þangað sagðist hann hafa fengið kjaftshögg eftir rifrildin á McDonalds. Afleiðingarnar voru þær að hljóðhimna í eyra hans rofnaði og af þeim sökum taldi hann sig þurfa að fresta flugferðinni heim til Hamborgar í Þýskalandi um einn dag. Vinir hans héldu hins vegar heim á tilsettum tíma.

Dularfullir hlutir gerast

Á þessum tímapunkti fóru furðulegir hlutir að gerast. Hann hringdi meðal annars í móður sína, hvíslaði í símann og sagðist telja að einhver væri að elta hann. Á upptökum úr öryggismyndavélum á hótelinu sem hann dvaldi á mátti sjá hann hlaupa um gangana og fela sig í lyftum. Hvað sem því líður komst Lars út á flugvöll daginn eftir og eftir heimsókn til læknis á flugvellinum fékk hann leyfi til að fljúga heim. Læknirinn sem skoðaði hann, Dr. Kosta Kostov, sagði við lögreglu að Lars hefði virst vera mjög taugaóstyrkur, allt að því ofsóknaróður eða ímyndunarveikur.

Skömmu eftir heimsóknina til læknisins sást Lars taka sprett út af flugvellinum. Hann hélt áfram að hlaupa þegar út var komið eins og myndbandið hér að neðan ber með sér. Myndbandið hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum, ekki síst fyrir þá staðreynd að ekkert hefur spurst til Lars síðan þennan örlagaríka dag í júlí 2014. Enginn virðist vita hvað varð um hann. Um sextán milljónir manna hafa horft á myndbandið af hvarfinu á YouTube en enginn hefur getað leyst þessa dularfullu ráðgátu.

Enginn hafði séð hann

Mel Magazine fjallaði ítarlega um hvarf Lars á dögunum og í umfjölluninni kom meðal annars fram að móðir Lars hefði ráðið einkaspæjara, Andreas Gutig, á sínum tíma til að grennslast fyrir um hvarfið. Andreas spurðist fyrir um málið, dreifði myndum af honum, leitaði um allt svæðið en fékk alltaf sama svarið; enginn hafði séð Lars.

Móðir Lars, Sandra Mittank, segir að sonur hennar hafi í raun ekki haft neina ástæðu til að láta sig hverfa. Hann var einkabarn Söndru, þau voru náin og ekkert hafði gefið það til kynna að hann vildi láta sig hverfa.

Vikurnar og mánuðina eftir hvarfið höfðu nokkrir samband við yfirvöld og töldu sig hafa séð Lars. Flutningabílstjóri í Varna, ferðamannastaðnum í Búlgaríu þar sem Lars sást síðast, taldi sig hafa séð hann um ári eftir að hann hvarf. Þá taldi einhver að Lars væri heimilislaus og á götunni í Póllandi og þá taldi einhver sig hafa séð hann í Kanada. Lögregla grennslaðist fyrir um þetta en komst ekki lengra með þær athuganir.

Lars er því enn saknað og minnkar vonin um að hann skili sér heill heim með hverjum deginum sem líður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“
Fréttir
Í gær

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Í gær

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum