fbpx
Fréttir

Stjörnufræðingar teknir í bólinu – Stór loftsteinn lenti næstum í árekstri við jörðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 05:32

Mynd:NASA

Loftsteinn á stærð við fótboltavöll fór ansi nálægt jörðinni  sunnudaginn 15. apríl. Stjörnufræðingar sáu ekki til hans fyrr en nokkrum klukkustundum áður en hann geystist framhjá jörðinni í aðeins 192.000 km fjarlægð en það svarar til um helmings þeirrar vegalengdar sem er á milli jarðarinnar og tunglsins. Þetta virðist kannski vera mikil fjarlægð en í geimnum telst þetta ekki mikil fjarlægð.

LiveScience.com skýrir frá þessu. Haft er eftir Paul Choda, hjá NASA Center for Near-Earth Object Studies, að loftsteinar af þessari stærð komi sjaldan nærri jörðinni, kannski einu sinni eða tvisvar á ári. Ummál loftsteinsins er talið vera á bilinu 48 til 110 metrar.

Loftsteinninn sást ekki fyrr en nokkrum klukkustundum áður en hann þaut framhjá jörðinni. Ástæðan er að það er einfaldlega erfitt að sjá þá. Þeir eru litlir, stundum ekki nema nokkrir metrar í ummál. Þeir eru líka dökkir og endurkasta ekki nægilega miklu ljósi til að hægt sé að sjá þá með optískum sjónaukum. Síðan er hraði þeirra mikill og þess vegna verður sjónauki að beinast að réttum stað á réttum tíma til að loftsteinn sjáist.

En það kemur sér að jafnaði vel að NASA er með mikinn fjölda af sjónaukum sem fylgjast með næturhimninum allt árið. Með þessum sjónaukum er fyrst og fremst verið að leita að loftsteinum sem eru það stórir að þeir geti valdið miklu tjóni ef þeir lenda í árekstri við jörðina.

Markmið NASA er að finna 90 prósent þeirra loftsteina sem eru meira en 140 metrar að breidd og koma nær jörðinni en í 7,5 milljón kílómetra fjarlægð en það svarar til um tuttugufaldrar vegalengdarinnar til tunglsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“
Fréttir
Í gær

Martröð hjóna á Akureyri: Heimilislaus og múlbundin eftir uppsögn

Martröð hjóna á Akureyri: Heimilislaus og múlbundin eftir uppsögn
Fréttir
Í gær

Hólmfríður þjáist af lítt þekktum sjúkdómi: „Líkaminn fer gjörsamlega í panikk“

Hólmfríður þjáist af lítt þekktum sjúkdómi: „Líkaminn fer gjörsamlega í panikk“