fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lífshættulegur hraðakstur og ógnandi framkoma í bílakjallara Hörpu: „Keyrðu á ofsahraða og röðuðu sér upp til að ógna okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannsöfnuður og kappakstur í bílakjallara undir tónlistarhúsinu Harpa hefur verið vandamál undanfarið og virðist fara vaxandi, á kvöldin og í skjóli nætur. Veldur þetta meðal annars starfsfólki í Hörpu óþægindum. Eftir atburði síðastliðinnar nætur í bílakjallaranum virðist ástandið þar jafnvel geta orðið lífshættulegt.

Þrjár konur sem voru við störf í Hörpu í nótt voru hætt komnar í bílakjallaranum er þær voru á leið heim úr vinnu. Var þetta á fjórða tímanum í nótt. Ein kvennanna ræddi við DV:

„Við þurfum að ganga að bílunum okkar og oft út í ruslageymslu og þá er maður í hættu þegar við erum að fara út, vegna þess að oft eru bílar á fleygiferð fram og aftur um alla bílageymsluna. Stór hópur stóð í vegi fyrir okkur þegar við reyndum að keyra út. Það var fjöldi manns samankominn þarna. Ég var farþegi í bílnum en sú sem keyrði varð svo hrædd að hún fór niður í neðri kjallara og hafði samband við öryggisvörð svo við kæmumst út. Öryggisvörðurinn reyndi síðan að skakka leikinn. Hann vildi helst leysa þetta sjálfur án aðkomu lögreglu, kannski til að leyna þessu, ég veit það ekki, en við erum orðnar langþreyttar á að vera í hættu við að komast að bílunum okkar þarna á nóttunni.“

Konan hefur haft samband við lögreglu vegna þessa ástands og vonast til þess að lögreglan fari að fylgjast með svæðinu. „Þeir voru svo ógnandi að maður þorði ekki að vera á planinu. Svo röðuðu þeir sér upp og reyndu að varna okkur útgöngu.“

Konan telur líklegt að eitthvað fleira misjafnt sé í gangi þarna í bílakjallaranum en eingöngu hraðakstur en hefur þó ekki sannanir fyrir því. „Það er hraðaksturinn og kappaksturinn sem er mest ógnandi því það er beinlínis hættulegt að vera þarna á nóttunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi