fbpx
Fréttir

Hópur feðra íhugar karlaframboð: Óska eftir sjálfboðaliðum í #Daddytoo hópnum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 22. apríl 2018 15:26

„Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnrétti.“

Þetta skrifar Gunnar Kristinn Þórðarson í Facebook grúppuna umdeildu #Daddytoo. Er uppástungu Gunnars tekið fagnandi í hópnum. Gunnar hefur komið víða við, verið viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Forsvarsmenn grúppunnar sem stofnuðu hópinn halda fram að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu barnsmæðra sinna og margir feður í þjóðfélaginu fái ekki umgengni við börn sín en hafi haldið sig til hlés. Ástæðuna fyrir því sé að kerfið taki afstöðu með móðurinni. Var hópurinn stofnaður í kjölfar #metoo byltingarinnar. Hópurinn hefur verið harðlega gagnrýndur af femínistum sem segja ofbeldismenn vera í forsvari sem og að ósmekklegt sé að nýta sér byr metoo byltingarinnar. DV greindi frá stofnun hópsins og birti viðtal við mennina en barnsmæður þriggja viðmælanda hafa sakað fyrrverandi sambýlismenn sína um ofbeldi. Í Facebookgrúppunni Aktivismi gegn nauðgunarmenningu var viðtalið við mennina gagnrýnt sem og stofnun Facebookhópsins #Daddytoo.

Gunnar Kristinn segir:

„Í lokuðum hóp á Facebokk tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosninum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum.“

Þarna á Gunnar við Heiðu Björg Hilmisdóttur varaformann Samfylkingarinnar. Heiða gagnrýndi daddytoo hópinn en mætti síðar í Harmageddon þar sem fjallað var um ágreining milli #daddytoo hópsins og aktívista gegn nauðgunarmenningu. Heiða Björg hefur verið framarlega í flokki í Metoo-byltingunni en um hana sagði hún stuttu viðtali á DV:

„Metoo-byltingin snýst um að fá karla til að hlusta á konur og hugsa um sína framkomu, að allir karlmenn taki þessar sögur til sín og hugsi með sér „hef ég gert eitthvað?“ Allir karlar þurfa að axla ábyrgð því annars geta þeir talið sér trú um að #metoo eigi ekki við þá og sleppt því að hlusta. Það er enginn að segja að það megi ekki reyna við einhvern af hinu kyninu því það er ekki það sama og áreitni. Ef þú ert ekki viss þá er einmitt gott að velta þessu fyrir sér.“

Heiða hefur ítrekað sagt og meðal annars í þætti Frosta og Mána að hún vilji ekki stríð á milli kynjanna. Meðlimir #daddytoo gefa flestir lítið fyrir þær skýringar. Gunnar heldur einnig fram að Halla Gunnarsdóttir sem hann titlar ráðgjafja ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum hafi tekið þátt í „aðför“ gegn feðrum en Gunnar segir:

„ … þar sem höfð voru uppi alvarleg meiðyrði og skipulagður rógur gegn heiðarlegum og nafngreindum einstaklingum. Þar með var okkur ljóst að nauðsynlegt verður að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti.“

Gunnar segir að þetta nýja stjórnmálaafl muni einblína á réttindin ferða, barna, og drengja í skólakerfinu.

„Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila,“ segir Gunnar og bætir við: „Skammur tími er til stefnu og óskum við eftir sjálfboðaliðum til að safna undirskriftum og vinna að nýju framboði auk þess sem við óskum eftir einstaklingum sem vilja bjóða sig fram á lista hins nýja framboðs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“
Fréttir
Í gær

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir aðstoða unnusta sinn við að nauðga barnungri þroskaheftri stúlku

Dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir aðstoða unnusta sinn við að nauðga barnungri þroskaheftri stúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjöldi ölvaðra ökumanna handtekinn í nótt

Fjöldi ölvaðra ökumanna handtekinn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari rektor HR – „Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan háskólans“

Ari rektor HR – „Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan háskólans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austur opnar aftur í kvöld: Segir að búið sé að leysa ágreininginn

Austur opnar aftur í kvöld: Segir að búið sé að leysa ágreininginn