fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Gunnar í Krossinum: „Þessi mynd er og verður sóðaskapur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mynd Mel Gibson um Krist er dásamleg en þessi mynd er hreinn og klár sóðaskapur. Við risum allir upp sem einn, kristnir menn, til að stöðva þennan óþverra. Myndin var aldrei sýnd í sjónvarpi, sem betur fer, en fáir komu á hana í bíó, myndin kolféll í aðsókn og þetta urðu bara örfáar sýningar,“ segir Gunnar Þorsteinsson, ávallt kenndur við trúfélagið Krossinn sem hann stýrði einu sinni, um kvikmynd Martin Scorsese, The Last Temptation of Christ.

DV rifjaði upp fjaðrafok sem varð vegna sýningar myndarinnar hér á landi en myndin er frá árinu 1988. Meðal þeirra sem mótmæltu voru Gunnar og Snorri Óskarsson í Betel. Í dag deilir Gunnar á Facebook-síðu sinni grein DV um málið og skrifar:

„Þessi mynd er og verður sóðaskapur. Enginn þorir að fjalla með þessum hætti um Múhammeð og það er umhugsunarefni.“

Í spjalli við DV sagði Gunnar enn fremur: „Menn leyfa sér svona umfjöllun um Krist og kristindóminn og við erum í skotlínu hvers sem er og við reynum að bregðast við með kærleika. Myndin sýnir Jesús sem óþverra, lostafullan mann sem lifir í syndum og stundar blekkingar. Þessi mynd er sóðaskapur. Hefði verið rætt með þessum hætti um Múhammeð þá vita allir hvað hefði gerst. Hvernig er með rithöfundinn Salman Rushdie, höfund Söngva Satans, er hann ekki enn í felum? Þessi mynd er miklu sóðalegri en bókin hans var nokkurn tíma.“

Gunnar vill meina að ádeila, háð og rangfærslur gagnvart Íslam veki miklu harðari viðbrögð en þegar slíkt er viðhaft gagnvart kristindómnum og segir: „Það særir trúartilfinningu okkar mjög mikið að sjá okkar trúarhetju, Jesú Krist, sýnda í kolröngu ljósi, eins og gert var í þessari kvikmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“