fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Safnar fyrir börnin í Jemen í minningu mömmu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. apríl 2018 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og félagar undirbúa nú mikið afmælisár, en félagið var stofnað árið 1998. Gefum Hrafni orðið:

,,Næsta stórverkefni er skákmaraþon sem ég ætla að tefla 11. og 12. maí, í minningu mömmu, og safna þannig framlögum og áheitum í Neyðarsöfnun Fatimusjóðs og UNICEF í þágu barna í Jemen. Þar líða milljónir barna ólýsanlegar hörmungar. Ekkert land stóð hjarta mömmu nær, enda dvaldi hún þar við nám, og fór þangað með ótal Íslendinga.“

Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem Hrafn teflir maraþon í þágu góðs málstaðar. Hverju vonast hann til að safna núna?

,,Vonandi einhverjum milljónum. Þar munar mest um litlu framlögin, eyri ekkjunnar eins og frelsarinn kallaði þann sem gefur mikið af litlu. En svo eru fyrirtæki og einstaklingar að leggja góða upphæð per skák. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt um 150 þúsund, Vignir S. Halldórsson framkvæmdastjóri MótX ætlar að snara fram 500 kall á skák, og sama gerir tryggingafélagið Vörður. Ég stefni að því að tefla 250 skákir, svo nú geturðu reiknað! En ég vona auðvitað að miklu fleiri fyrirtæki, einstaklingar og félög leggi lið. Lífið liggur við.“

Allt sem safnast fer óskert í neyðarsöfnunina. Enginn kostnaður fylgir, og Hrafn og félagar vinna að maraþoninu í sjálfboðavinnu.

Öllum er velkomið að skrá sig til leiks í skákmaraþoni Hrafns, sem verður frá 9-24, dagana 11. og 12. maí í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Netfang Hrafns er hrafnjokuls@hotmail.com

Þau sem vilja taka þátt í söfnuninni strax eru hér upplýsingar um Fatimusjóðinn:

Reikningsnúmer: 0512-04-250461 – Kennitala: 680808-0580

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Nýr þjónustusamningur við Sólheima
Fréttir
Í gær

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“