fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Lítt þekkt ættartengsl: Feðgarnir með gullbarkana

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn efnilegasti tónlistarmaður Íslands er Birgir Steinn Stefánsson. Birgir vakti fyrst athygli með hljómsveitinni September en sló síðan eftirminnilega í gegn með laginu „Can you feel it“, sem einmitt var gefið út í septembermánuði 2017. Lagið fór umsvifalaust á topp vinsældalista hérlendis og hefur líka gert það gott úti í hinum stóra heimi. Á þessari stundu hefur lagið verið spilað 7,3 milljón sinnum á Spotify. Það eru hreint út sagt ótrúlegar tölur. Birgir var gestur Brennslunnar á FM957 í vikunni og sagði að velgengnin hefði gert það að verkum að hann hefði verið í mestu vandræðum með að ákveða hvaða lag hann myndi næst gefa út enda mikilvægt að það væri sterkt. Í þættinum var nýjasta lag hans frumflutt en það ber heitið „Home“. Um er að ræða þrælsterkt popplag sem líklegt er til vinsælda.

 

Lag Birgis Steins „Can you feel it“ hefur slegið í gegn víða um heim.

 

Birgir Steinn á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er tónlistarmaðurinn góðkunni, Stefán Hilmarsson. Þeir feðgar hafa troðið upp saman, sérstaklega í kringum jólavertíðina, og gáfu meðal annars út lagið „Um Vetrarnótt“ fyrir tæpum þremur árum.

Hæfileikar Stefáns virðast hafa gengið í erfðir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni