fbpx
Fréttir

Sjáðu afleiðingar þess þegar Árni Gils stal lögreglubíl á djamminu: „Ég svaf í blóði og pisspolli“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 20. apríl 2018 12:17

„Hérna er ég að stela lögreglubíl og klessti á tvo bíla. Ég var í honum í hálftíma og í kallkerfinu.“ Svo lýsir Árni Gils Hjaltason Úrsus myndbandi þar sem sjá má fjölda lögreglumanna draga hann út úr lögreglubíl í Bankastrætinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Árni Gils hefur eldað grátt silfur við lögregluna um nokkurt skeið en myndbandið er frá árinu 2012. Líkt og DV hefur fjallað ítarlega um var Árni Gils dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra ára fangelsi fyrir morðtilraun. Faðir hans, Hjalti Úrsus, hefur bent á margar brotalamir í þeim dómi og sendi Hæstiréttur málið aftur í hérað á dögunum.

Árni hefur sagt að lögregla hafi haft horn í síðu hans og meðal annars fært hann fyrir dómara í sundskýlu einum klæða. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum af hálfu lögreglu meðan morðtilraunarmálið var rannsakað og kann myndbandið að skýra það. Árni segist aldrei hafa verið kærður fyrir að stela bílnum þar sem hann hafi verið beitur ofbeldi af lögreglu í kjölfarið. Málið virðist heldur ekki hafa ratað í fjölmiðla árið 2012.

„Þeir meisuðu mig og náðu mér ekki út fyrr en þeir kláruðu meisbrúsa númer tvö á mér. Þeir settu mig í annan bíl þar sem þeir tóku mig úr út öllum fötum og lömdu mig til óbóta. Ég svaf í blóði og meisi og pisspolli. Þeir kærðu mig ekki gegn því að ég myndi ekki kæra þá,“ segir Árni Gils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“
Fréttir
Í gær

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Í gær

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum