fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Magnea sakar lögreglu um einelti: Segist eiga Íslandsmet í handtökum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki meira, ég er andlega gjaldþrota,“ segir Magnea Hrönn Örvarsdóttir og vísar til meints eineltis sem hún segist verða fyrir af hálfu öryggisvarða og lögreglu. Á dögunum vakti viðtal Jóns Ársæls Þórðarsonar við Magneu í þættinum Paradísarheimt mikla athygli. Þá sat Magnea á bak við lás og slá á Hólmsheiði en alls hefur hún setið inni í þrjú ár samfellt fyrir brot sem verða að teljast frekar léttvæg, smávægilegt neyslutengt hnupl. Meðal annars hlaut hún 60 daga fangelsisdóm í febrúar fyrir að hafa, í nokkrum tilvikum, stolið 34 glösum af vanillu- og kardimommudropum, súkkulaðistykki, ilmvatnsprufu og augnblýanti.

Búin að borga til baka því sem hún stal

Böl Magneu er áfengi og fíkniefni sem hún hefur háð harða baráttu við undanfarin ár. Hún losnaði úr fangelsi um miðjan mars síðastliðinn og hefur haldið sér edrú síðan. Sú barátta hefur verið erfið en hún hefur meðal annars einbeitt sér að því að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég er búinn að hringja og senda tölvupóst á allar þær verslanir sem ég hef hnuplað frá. Ég er búin að borga allt til baka með vöxtum sem ég hef hnuplað þegar ég er undir áhrifum,“ segir Magnea.

Hún segir að forsvarsmenn verslana hafi tekið sér vel en þó sé hún enn víða í banni. „Ég má ekki koma inn í Kringluna né Smáralind, sama gildir um stöðvar N1 og víðar. Það getur reynst manni fjötur um fót að mega ekki stíga fæti þar inn,“ segir Magnea. Á dögunum laumaði hún sér samt í báðar verslunarmiðstöðvar. Fyrst keypti hún krem í MAC-versluninni í Kringlunni en gerði sér síðan ferð í sömu verslun í Smáralind til að kaupa sér gerviaugnhár. Eftir að hafa greitt fyrir þau var hún stöðvuð af fjórum lögreglumönnum og tveimur öryggisvörðum. „Þeir gerðu meðal annars kremið upptækt. Ég var ekki með kvittun en gat sýnt þeim færsluna í heimabankanum,“ segir hún. Henni þótti uppákoman bæði sár og niðurlægjandi en verst var að fram undan voru endurfundir hennar við börnin sín eftir margra mánaða fjarveru og ætlaði hún að gefa dóttur sinni kremið.

Íslandsmeistari í handtökum

„Það er erfitt að halda sér á beinu brautinni þegar svona niðurbrot eru daglegt brauð. En þetta er minn raunveruleiki,“ segir Magnea. Hún segist fullviss um að hún eigi Íslandsmet í handtökum. „Ég tók lauslega saman að ég hef líklega verið handtekin og látin dúsa í klefa í Hverfisgötunni um 400 sinnum. Lögreglan fullnýtir alltaf þennan sólarhring sem þeir mega halda mér. Ég upplifi þetta sem einelti í minn garð,“ segir Magnea. Hún segist undrast að lögreglan sé alltaf mætt um leið til þess að taka hana fasta á meðan að rannsókn alvarlegri brota sitji á hakanum.

Magnea nefnir sem dæmi þegar hún var handtekin fyrir að húkka sér far en það mál átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Það má víst ekki samkvæmt lögum þótt ég sé örugglega sú eina sem hafi verið handtekin fyrir það brot,“ segir Magnea. Gefin var út ákæra í því máli sem gerði það að verkum að Magnea fékk ekki að fara í opið úrræði þegar hún afplánaði fangelsisdóm. „Það mál velktist um í kerfinu og var notað gegn mér þegar ég sóttist eftir því að komast í opið úrræði. Þegar ég var búin að afplána dóminn þá var málið loks látið falla niður,“ segir Magnea.

Þau þrjú ár sem hún hefur afplánað í fangelsi hefur hún verið kirfilega læst á bak við lás og slá. „Ég hef aldrei fengið að afplána í opnu úrræði en það fá samt allir stórglæpamenn. Mér líður hræðilega í fangelsi, sérstaklega á Hólmsheiði sem er mannskemmandi staður. Ég tilheyri ekki undirheimunum og á þar enga vini. Ég reyni að halda mig út af fyrir mig innan veggja fangelsisins og ég vona að ég þurfi aldrei að dvelja þar aftur,“ segir Magnea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri