fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ari Shaffir með nýtt uppistand á Íslandi í nóvember

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og uppistandarinn Ari Shaffir hefur boðað komu sína á klakann í annað sinn og ætlar að skemmta íslenskum gestum með splunkunýju efni þann 16. nóvember í Norðurljósasal Hörpu, en almenn miðasala á sýninguna hefst á mánudaginn 23. apríl.

Grínistinn kom síðast til landsins fyrir tveimur árum við stútfullan áhorfendasal, en þessi vinsæli grínisti ólst upp í rétttrúnaðargyðingadómi og eyddi tveimur árum í Yeshiva-námi í Ísrael, kom svo aftur til Bandaríkjanna, missti trúna og gerðist uppistandari. Ari kemur þessa dagana fram á uppseldum sýningum um allan heim á mörgum stærstu grínhatíðum veraldar, svo sem Just for Laughs Festival, San Francisco SketchFest, SXSW, The Moontower Comedy og Oddity Festival.

Ari hefur líkt uppistöndum sínum við brúðusýningar, en mun klúrari og án brúðanna. Uppistandsplatan hans, Revenge for the Holocaust, skaust beint í toppsætið á vinsældarlista iTunes árið 2012 á aðeins einni viku og hefur hratt fjölgað í eftirspurn hjá manninum frá þeirri útgáfu. Á Netflix síðasta ári gaf Ari út tvö ný uppistönd á Netflix, Children og Adulthood, sem bæði hafa notið gífurlegra vinsælda.

Ari hefur ekki aðeins verið áberandi á sviði, heldur hefur slegið rækilega í gegn í sjónvarpi og ekki síður með hlaðvarpsþættinum The Skeptic Tank, þar sem hann tekur viðtöl við ýmsa foreldra, einstaklinga og vændiskonur. The Skeptic Tank hefur verið með vinsælustu hlaðvörpum síðustu ára og er halað niður hvern þátt 100.000 sinnum á viku að meðaltali.

Hér að neðan má sjá manninn spreyta sig í gríninu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=U6iOBwOxqUg]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu