fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Nígeríska þingið nær lamað – Veldissprota stolið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efri deild nígeríska þingsins, öldungadeildin, er varla starfhæf þessa stundina. Veldissprota deildarinnar var stolið í gær og þar með geta þingmenn ekki afgreitt nein mál þar sem reglur deildarinnar kveða á um að ákvarðanir teknar af þingmönnum séu ekki löglegar nema veldissprotinn sé til staðar.

Mikil mótmæli hafa staðið yfir í höfuðborginni Abuja undanfarið þar sem lögreglan hefur tekist á við mótmælendur. Táragasi hefur verið beitt og mörg hundruð manns hafa verið handteknir. Mótmælendur krefjast þess að leiðtogi sjíamúslima verði látinn laus úr haldi en hann var handtekinn 2016.

Leiðtoginn heitir Ibrahim Zakzaky. Hann var handtekinn í átökum við herinn í bænum Zaria. Hann varð fyrir skotum og er að hluta lamaður eftir það og blindur á öðru auganum. Hann og stuðningsmenn hans vilja koma á stjórnskipulagi eins og er í Íran.

Í gær ruddust þrír menn, sem eru taldir vera stuðningsmenn Zakzaky, inn í efri deild þingsins og stálu veldissprotanum en hann er tákn valds og virkjar þær ákvarðanir sem eru teknar í deildinni.

En þrátt fyrir að reglur deildarinnar kveði á um að veldissprotinn verði að vera til staðar til að ákvarðanir deildarinnar teljist löglegar héldu þingmenn áfram að funda. Shehu Sani, þingmaður frá Kaduna Central, sagði í samtali við CNN að hann og fleiri hafi krafist þess að þingfundi yrði haldið áfram.

„Ég tók beltið af mér og lagði til að það myndi gegna hlutverki veldissprota svo við gætum haldið áfram. Félagar mínir studdu þetta. Síðan var annar veldissproti sóttur og fundurinn hélt áfram.“

Sagði Sani. Í færslu á Facebook sagði hann að valdaránstilraun hefði verið gerð með því að stela veldissprotanum.

Talsmaður All Progressives Congress, stærsta flokks landsins, fordæmdi þjófnaðinn í gær og sagði hann vera árás á lýðræðið í landinu og þingið. Hann hvatti leyniþjónustu landsins og aðrar löggæslustofnanir til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að veldissprotinn finnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu