fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hlynur ólst upp sem fósturbarn og glímir við kvíða: „Það sem hélt mér gangandi var fullvissan að ég ætti betra skilið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kom aldrei tímapunktur þar sem ég fattaði hversu langvarandi áhrif vinnubrögð barnaverndaryfirvalda höfðu á mig,“ segir Hlynur Már Vilhjálmsson en hann var sjö ára gamall þegar hann var tekinn frá móður sinni og komið fyrir á fósturheimili. Hann hefur barist við alvarlegan kvíðaröskun sem hann tengir beinlínis við það að alast upp sem fósturbarn. Hann gagnrýnir vinnubrögð barnaverndaryfirvalda og kallar eftir á bættum vinnubrögðum í málefnum barna sem þurfa að vera framfæri hins opinbera.

Hlynur Már er  einn af frambjóðendum Sósíalistaflokksins og segir sögu sína í kynningarfærslu á facebooksíðu flokksins. Hann hefur áður vakið athygli á málefnum fósturbarna hér á landi en saga hans birtist meðal annars á vef Pressunnar. Þar kom fram að fyrstu ár ævi sinnar ólst Hlynur upp hjá móður sinni, stjúpföður og bróður. Stjúpfaðir hans stjórnaði heimilinu með ofbeldi sem hafði vitanlega slæm áhrif á alla á heimilinu.

Hlynur segir að stjúpi hans hafi barið móður hans sundur og saman og einnig fékk hann sjálfur að finna fyrir honum. Hlynur upplifði mikla hræðslu og þá sérstaklega þegar brutust út rifrildi á milli móður hans og stjúpa. Hann segir að oft enduðu þessi rifrildi með því að maðurinn lagði hendur á móður hans fyrir framan bræðurna eða þá þeir földu sig inni í herbergi.

Hann segir að móðir sín hafi gert sitt besta til að reyna láta hlutina ganga. Fjölskyldan var fátæk og móðir hans þurfti að vinna mun meira en hún hafði í raun getu til. Hann bætir við að hún hafi gert sitt besta miðað við þær aðstæður sem þau bjuggu við Í kjölfarið fór að bera á hegðunarvandamálum hjá Hlyni. Hann segir að þegar hann hafi byrjað í grunnskóla í Breiðholti um sex ára aldurinn hafi kennarar tekið eftir breyttri hegðun. Hann  segir að erfiðleikarnir sem hann glímdi við heima fyrir hafi brotist út í ofbeldi í skólanum. Það var þá sem var haft samband við barnaverndaryfirvöld. Niðurstaðan var að ekki var hægt að bjóða bræðrunum að vera í sambúð með ofbeldismanninum.Vegna fjárhagserfiðleika og hræðslu við manninn þorði móðir Hlyns  ekki að slíta sambúðinni. Hlynur segir einnig að móðir sín hafi haft fordóma í garð barnaverndaryfirvalda og upplifði afskipti þeirra sem áreiti og henni fannst hún hafa nóg á sinni könnu. Móðir hans var að lokum svipt forræði yfir börnum sínum.   Fyrst um sinn voru bræðurnir vistaðir á barnavistunarheimili í Breiðholti og í gang fór ferli til að finna þeim fósturheimili til frambúðar.

„Við vorum fluttir á BUGL á Dalbraut. Ég fór í prufufóstur á tvo til þrjá staði sem gengu ekki upp. Loks fannst fósturfjölskylda en hún vildi aðeins taka eitt fósturbarn og varð bróðir minn fyrir valinu. Það var svo ákveðið að ég færi til fósturfjölskyldu sem sá um fjölskylduheimili í Vesturbænum.“

Rifinn í burtu 13 ára gamall

Í kynningarfærslu Sósíalistaflokksins segist Hlynur hafa „alist upp á vegum borgarinnar sem fósturbarn.“

„Ég var settur í fóstur hjá góðri fjölskyldu 8 ára gamall eftir að hafa verið í skammtímavistunum á BUGL og Hraunbergi í Breiðholti, sem þá var starfrækt fyrir yngri börn en eru þar í dag. Þegar ég kom í fóstrið var ég í sálrænni krísu með alls konar hegðunarvandamál. Mér gekk þó einstaklega vel í skóla og íþróttum og var meðal toppnemenda skólans míns í Landakotsskóla. Ég var líka með efnilegri körfuboltamönnum og æfði bæði með KR og Val. Þetta var nauðsynleg gulrót sem hélt sjálfsálitinu nálægt heilbrigðum hæðum þrátt fyrir annars erfiðar aðstæður.

Tvö önnur börn voru á heimilinu auk Hlyns og hann segir að sér hafi liðið eins og hann væri orðinn hluti af heilbrigðri fjölskyldu. Þegar hann var 13 ára gamall var hins vegar tekin sú ákvörðun að breyta rekstrarfyrirkomulagi heimilisins og var fósturforeldrum hans sagt upp samningnum.

„Ég var kallaður á fund í einni af stofum hússins og mér tjáð að að loknum uppsagnarfresti myndu þau alveg hverfa úr mínu lífi og fór það svo. Hin tvö börnin voru send burt. Ég var tekinn í sálfræðimat þar sem ég lét vita að mér leið eins og annars flokks manneskju.“

Hann kveðst hafa búið við „kalt stofnanaviðmót“ næstu fjögur árin þar sem vaktastarfsmenn hafi komið í stað fósturfjölskyldunnar.

„Þegar ég fluttist þaðan sjálfráða var mér ekki boðinn neinn stuðningur til að koma undir mig fótunum. Ég flutti úr bænum til Keflavíkur, fór í menntaskóla, fékk vinnu í Samkaup, eignaðist fullt af vinum og fór aftur að æfa körfubolta. En svo fór kvíðinn að taka völd yfir lífinu mínu.“

Hann segist hafa komið að lokuðum dyrum þegar hann leitaði til borgarinnar eftir eftir fjárhagsstuðning vegna sálfræðimeðferðar.

„Tímarnir voru dýrir og ég var blankur, svo ég varð að hætta. Ég varð fastagestur í sjúkrabílum, fór tíu sinnum í kvíðakasti með sjúkrabíl á tólf mánuðum. Kringum tíunda skiptið var mér bent á að tala við sálfræðing á spítalanum. Þá komst ég loks í eitthvað ferli, meðferð, endurhæfingu og allskonar.

Það kom aldrei tímapunktur þar sem ég fattaði hversu langvarandi áhrif vinnubrögð barnaverndaryfirvalda höfðu á mig. Ég vissi það alltaf, og það var alltaf planið að snúa þessu í styrk. Það sem hélt mér gangandi á fósturheimilinu var fullvissan að ég ætti betra skilið, og að ég myndi nýta þessa reynslu til að hjálpa öðrum.“

Hlynur hefur undanfarin ár lagt sig fram við að vekja upp umræður um málefni fósturbarna en síðastliðið haust stofnaði hann barnaverndarfélagið Fósturheimilabörn. Einstaklingar geta haft samband við félagið og sagt frá reynslu sinni af kerfinu. Hann segir tímabært að ráðamenn þjóðarinnar komi á úrbótum í þessum málaflokki.

„Ég kannast við margt í þeim, en sumt kemur mér líka á óvart. Með þessum sögum getum við svo byrjað að laga vandamálin. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að spara í velferðarkerfinu á kostnað velferðar barna og unglinga. Hvert einasta barn á skilið besta stuðning og úrræði sem til eru í þessum heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur