fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ótrúleg ævi leikkonunnar sem var rænt og flutt nauðug til Norður-Kóreu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Kóreumenn syrgja margir leikkonuna Choi Eun-hee sem lést eftir skammvinn veikindi í gær, 91 árs að aldri. Choi var ein ástsælasta leikkona landsins á árum áður en saga hennar er um margt sérstök, sérstaklega í ljósi þess að henni var eitt sinn rænt af yfirvöldum í Norður-Kóreu og neydd til að leika í norðurkóreskum kvikmyndum.

Það var árið 1978 sem Choi var stödd í Hong Kong ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Shin Sang-ok. Choi og Shin voru skilin að borði og sæng en var þó ágætlega til vina. Kvöld eitt hvarf Choi sporlaust og síðar kom í ljós að útsendarar Kim Jong-il höfðu rænt henni að skipun Kims og komið henni fyrir í flutningaskipi sem flutti hana til Norður-Kóreu.

Eins og margir vita var Kim Jong-il á þessum tíma sonur þáverandi forseta Norður-Kóreu. Hann átti síðar eftir að verða leiðtogi landsins og var mikill áhugamaður um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Norður-Kóreumönnum fannst vanta alvöru stjarna í kvikmyndaiðnaðinn í landinu og því var tekin ákvörðun um að ræna henni og títtnefndum eiginmanni hennar, Shin Sang-ok, sem var rænt skömmu síðar. Átti Choi að leika í myndunum en Shin að leikstýra þeim.

Svo fór að Choi og Shin var haldið í landinu í átta ár þar sem þau unnu að gerð áróðursmynda fyrir yfirvöld í Norður-Kóreu. Shin neitaði að taka þátt í þessari vitleysu til að byrja með en fékk að launum fimm ára fangelsisdóm í alræmdu fangelsi.

Hjónin fengu að ferðast utan landsteinanna við kvikmyndagerðina og dag einn nýttu þau tækifærið og flýðu. Þetta var árið 1986 í Vínarborg í Austurríki. Áður höfðu þau verið viðstödd kvikmyndahátíðina í Berlín en þaðan fóru þau í bandaríska sendiráðið þar sem þau óskuðu eftir hæli. Þau sneru svo loks aftur til Suður-Kóreu árið 1999 eftir að hafa búið lengi vel í Bandaríkjunum. Shin lést árið 2006 en Choi lést í gær, 16. apríl, sem fyrr segir.

Eins og kannski við var að búast hafa yfirvöld í Norður-Kóreu ávallt þrætt fyrir að hafa rænt hjónunum. Þau segja að Shin hafi komið sjálfviljugur til Norður-Kóreu eftir að hafa lent í deilum við yfirvöld í Suður-Kóreu. Shin hafi fylgt eiginmanni sínum eftir og komið einnig sjálfviljug. Choi hóf leiklistarferil sinn árið 1942 og var að ein helsta stjarna suðurkóreskrar kvikmyndagerðar á árunum 1950 til 1970. Hún verður jarðsett í Seúl á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
Fréttir
Í gær

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
Fréttir
Í gær

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Í gær

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið