fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Ólga meðal íbúa Norðlingaholts: „Foreldrar treysta sér ekki til þess að hafa þau heima hjá sér, af hverju á ég að treysta þeim í grennd við mín börn“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 11:29

Í þessu húsi er ráðgert að opna vistheimili fyrir börn sem glíma við alvarlegan fíknivanda.

Mikil óánægja er meðal íbúa Norðlingaholts vegna fyrirhugaðs vistheimilis í hverfinu fyrir börn sem glíma við alvarlegan fíknivanda. Íbúar hafa heimildir fyrir því að ráðgert sé að heimilið verði opnað í húsi við Þingvað 35. Húsið er í eigu dótturfélags GAMMA og herma heimildir að langtíma leigusamningur milli félagsins og Barnaverndarstofu liggi á borðinu.

DV heyrði í ósáttum íbúa í götunni sem vildi ekki láta nafn síns getið að sinni. „Þetta mál hefur ekki verið kynnt fyrir íbúum í hverfinu. Mér skilst að yfirvöld skýli sér á bak við það að þess þurfi ekki því að þetta verður vistheimili en ekki meðferðarheimili. Við höfum leitað eftir upplýsingum um hverskonar starfsemi verður þarna án árangurs. Þögnin er ærandi og þetta getur ekki verið eðlileg stjórnsýsla,“ segir íbúinn. Hann segist uggandi yfir því að fá þess starfsemi í rólega götu eins og Þingvað. „Foreldrar þessara barna treysta sér ekki til þess að hafa þau heima hjá sér, af hverju á ég að treysta þeim í grennd við mín börn“

Misvísandi skilaboð

Á Facebooksíðu Íbúasamtaka Norðlingaholts birtist fyrir stundu yfirlýsing frá stjórn samtakanna og íbúum í Þingvaði. Í henni kemur fram að íbúar í götunni og forsvarsmenn samtakanna hafi sett sig í samband félagsmálaráðherra, Barnaverndarstofu ríkisins og fleiri aðila sem koma að framkvæmd vistheimilisins og óskað eftir nánari útlistun á starfsemi vistheimilisins.

Fátt hafi verið um svör og þau svör sem borist hafa verið mjög misvísandi, jafnvel svör innan sömu stofnunar.  Einnig hafi íbúasamtökin beðið um fund með Barnaverndarstofu en fulltrúum stofnunarinnar hefur ekki þótt tímabært að funda með íbúum, þar sem fullnægjandi upplýsingar um starfshætti liggja ekki fyrir sem og enn eigi eftir að tryggja fjármagn.

Þær upplýsingar segja íbúasamtökin að stangist á við upplýsingar úr umræðum á Alþingi þar sem fram kemur að fyrirhugað væri að opna vistheimilið á næstu dögum.

„Íbúasamtök í Norðlingaholti eru eins og gefur að skilja mjög uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis að Þingvaði 35 fyrir ungmenni með sögu um alvarlegan og fjölþættan fíkniefnavanda.Í ljósi þessara vitneskju okkar þrýstum við á háttvirtan ráðherra félags- og jafnréttismála að endurskoða ákvörðun sína og finna aðra lausn á vanda unglinganna og að staðsetningin verði í sátt við umhverfið, sem yrði aldrei í Norðlingaholti,“ segir í yfirlýsingunni.

Sérstaklega eru íbúðar uggandi yfir því að í 100 metrum frá húsinu er opinn leikskóli í Björnslundi. „Norðlingaholtið er heilsueflandi hverfi og rólegt þar sem fjölskyldur hafa flutt í til að eiga ró og næði eftir amstur dagsins. Klárt mál er að finna þarf viðeigandi úrræði fyrir ungmenni sem glíma eða hafa glímt við alvarlegan og fjölþættan fíkniefnavanda. Hins vegar á starfsemi sem þessi ekki heima í hverfi eins og þessu frekar en öðru íbúasvæði,“ segir í yfirlýsingunni.

Ráðgert er að halda opinn íbúafund vegna málsins annað kvöld og verða fulltrúum Barnaverndarstofu og Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, boðið á fundinn til þess að standa fyrir máli sínu.

Yfirlýsing Íbúasamtaka Norðlingaholts

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?