fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir Donald Trump siðferðislega óhæfan til að gegna forsetaembættinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 05:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann talar um konur og kemur fram við þær eins og þær séu kjötstykki og lýgur viðstöðulaust um ýmis mál, bæði stór og smá.“ Þetta sagði James Comey, fyrrum forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í viðtali við ABC News í gær og átti þar við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Trump rak Comey úr embætti á síðasta ári og sagði hann alls óhæfan til að gegna embætti forstjóra FBI. Ástæðan sem hann gaf upp fyrir brottrekstrinum var meðhöndlun Comey á máli Hillary Clinton og tölvupósta hennar.

Comey sagði einnig að það væri „ótrúlegt“ að hugsa til þess að Rússar búi hugsanlega yfir upplýsingum um forsetann sem sé hægt að nota til að kúga hann. Comey sagðist ekki geta afskrifað að Rússar búi yfir slíkum upplýsingum.

Comey hefur haft hægt um sig eftir að hann var rekinn úr embætti en nú er að koma út bók eftir hann sem snýst að mestu um Trump. Bókin heitir A Higher loyalty, breaking the silence.

Comey líkir Trump við mafíuleiðtoga sem hann saksótti eitt sinn og segir stjórnunarstíl Trump vera „rekinn áfram af sjálfsáliti og snúist um persónulega tryggð“.

Sky-fréttastofan skýrir frá þessu. Comey ræddi einnig um hvort Trump sé andlega óhæfur til að gegna forsetaembættinu:

„Ég held ekki að hann sé andlega óhæfur til að vera forseti. Ég held að hann sé siðferðislega óhæfur til að vera forseti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt