fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ákærð fyrir hatursglæp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Ricomà íbúi í Tarragona í Katalóníu hefur verið ákærð fyrir hatursglæpi gagnvart spænskum yfirvöldum.

Olga Ricomà hengdi borða utan á svalirnar hjá sér þar sem stóð „Police go home“ ásamt orðunum „som gent de pau“ sem þýðir „við erum fólk friðarins“ og póstaði í kjölfarið mynd af borðanum á samfélagsmiðla. Hún gerði þetta eftir að hafa séð í sjónvarpinu hið gegndarlausa og vægðarlausa lögregluofbeldi sem landar hennar urðu fyrir þ. 1. október síðastliðinn, daginn sem Katalónar gengu til atkvæða um lýðveldisstofnun.

Olga sagði við réttarhöldin í morgun ekki vera hatursfull manneskja og reyndi að verja rétt sinn til að tjá sig á þennan hátt. Hún sagðist hafa orðið fullkomlega miður sín yfir því sem hún sá og heyrði um ofbeldið sem spænska herlögreglan beitti friðsama landa hennar og þessi gjörningur hennar hafi verið friðsöm leið til að bregðast við lögregluofbeldinu. Olga hafði þetta að segja:

„Ákæran er bæði óréttlát og fáránleg.“

Lögfræðingur Olgu tjáði dómurum að ef málið verði ekki látið niður falla væri það fullkomin afbökun á spænskri refsilöggjöf. Hann sagði að þær athugasemdir sem myndin af borðanum fékk væri á engan hátt hatursglæpir og að tjáningarfrelsi hennar væri bæði varið í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi