fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vísindamenn svartsýnir: Við gætum verið ein í heiminum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný uppgötvun hefur orðið til þess að vísindamenn eru farnir að efast um tilvist lífvera á fjarlægum hnöttum, hugsanlega geti það verið að við jarðarbúar séu einu lífverurnar í alheiminum.

Uppgötvunin er að efnið fosfór er ekki jafn algengt í alheiminum og áður var talið. Fosfór er lífsnauðsynlegt ef svo má að orði komast þar sem lífverur geta ekki verið til án þess, til dæmis þarf fosfór til að mynda DNA.

Fosfór verður til í sprengistjörnum, fram til þessa var talið að fosfór yrði til í öllum sprengistjörnum en svo virðist ekki vera ef marka má nýja rannsókn frá Háskólanum í Cardiff sem kynnt var á ráðstefnu í Liverpool í vikunni. Til þess að mynda fosfór þarf alveg sérstaka sprengistjörnu og við á jörðinni erum svo heppin að fosfór úr nálægri sprengistjörnu rataði hingað.

Það þýðir að líkurnar á að fosfór rati á plánetur sem henta til lífs eru minni en áður og því gætum við þurft að leita lengi eftir lífi annarsstaðar í alheiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi