Mánudagur 17.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Söngkeppni framhaldsskólanna blásin af: „Það er búið að vinna að þessu harðri hendi síðan síðasta sumar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 12:05

Söngvakeppni framhaldsskólanna í ár hefur verið aflýst eftir margra mánaða vinnu nemenda. Þetta var tilkynnt í morgun. Ljóst er að margir framhaldskólanemendur sitja eftir með sárt enni.

Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir í samtali við DV að samningsviðræðum við RÚV hafi lokið í morgun. „Framkvæmdaraðili keppninnar hefur verið í samningsviðræðum við RÚV í nokkra mánuði. Í gær var fótunum kippt undan þeim, eftir mikla vinnu við undirbúning keppninnar. Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa. Ef RÚV gat ekki tekið þátt þá var ómögulegt að fá styrktaraðila í verkefnið. Það átti að vera helsta tekjulindin,“ segir Davíð Snær.

Hann segist ekki tilbúinn að kenna RÚV alfarið um þar sem stofnunin hafi verið öll úr vilja gerð.

„Ég get ekki sagt að RÚV beri ábyrgð á þessu, því þeir hafa mikinn áhuga á þessu og hafa sýnt það í samtali við okkur og framkvæmdaraðila. Ég veit að þeir vilja sýna keppnina á næst ári og árið eftir það. Þeir vilja gera þetta flott en hafa ekki tök á að gera það í ár. Tæpar tvær vikur í keppni er lítið hægt að gera og því þetta niðurstaðan,“segir Davíð Snær.

Hann segir þó ljóst að vinna margra nemenda hafi farið í súginn. „Fullt af framhaldsskólanemendum sitja uppi með sárt ennið. Það er búið að vinna að þessu harðri hendi síðan síðasta sumar. Ég hef til dæmis tekið þátt í þessari vinnu frá upphafi og lagt gríðarlega vinnu og tíma í að láta þessa keppni verða að veruleika,“ segir Davíð Snær.

Sindri Ástmarsson hjá K2 Events, framkvæmdaaðilinn, segir að það sé ekki hægt að kenna RÚV um hvernig fór. Verkefnið hafi farið of seint af stað, RÚV hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga en skortur á fjármagni hafi gert það að verkum að leitað hafi verið til einkaaðila.
„Þegar við fengum loksins grænt ljós fyrir páska var ljóst að þeirra aðkoma væri byggð á tilboði verktaka sem var svo dregið til baka. Þegar það hafi ekki gengið eftir þá hafi verið tekin ákvörðun um að sleppa keppninni að þessu sinni í stað þess að tapa fjármagni. Þetta er bara köld tilfinningalaus ákvörðun að okkar hálfu og snýst engöngu um það að tapa ekki meiri peningum á þessu verkefni,“ segir Sindri.

Ekki náðist í Birnu Ósk Hansdóttur framleiðanda eða aðra á dagskrársviði RÚV þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla
Í gær

Fjármálaráðherra Venesúela makaði krókinn

Fjármálaráðherra Venesúela makaði krókinn
Fréttir
Í gær

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“
Fyrir 2 dögum

Nauðsynlegt að fá samþykki

Nauðsynlegt að fá samþykki
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Hjaltested er látinn

Þorsteinn Hjaltested er látinn
Fyrir 3 dögum

Trúverðugleiki í húfi

Trúverðugleiki í húfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“