fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Íslendingar reka bari í Mekka vændis: „Ferskur matur, fersk píka“

Hjálmar Friðriksson
Laugardaginn 31. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í það minnsta þrír barir í taílensku borginni Pattaya, Mekka vændis í Asíu, eru reknir af Íslendingum. Barirnir; Paddy’s, WOW og Mookky Bar, eru allir með Facebook-síðu og má þar sjá myndir af mismikið klæddum taílenskum konum auk alklæddra íslenskra karla. Í bakgrunni blaktir íslenski fáninn. WOW fæ fimm stjörnur í einkunn frá Pratchaya nokkrum Termboon sem segir: „Ferskur matur, fersk píka“.

Fjölmargir íslenskir karlar tjá sig við myndir sem barirnir birta á Facebook. Til að mynda segir Benedikt Heiðdal við mynd af fáklæddum konum: „Vááá. Ég hef sagt það, og segi það aftur, ég bý á röngum stað á hnettinum!“

Haukur Vagnsson, sem rekur Paddy’s, segir í samtali við DV að það sé þó af og frá að vændi sé stundað á hans stað. Hann segir þó að svokölluð barsekt (e. bar fine) þekkist en það sé þó venjan á nær öllum börum í Taílandi. Í stuttu máli má lýsa barsekt sem greiðslu sem þarf að borga viðkomandi bar til að starfsmaðurinn fái að fara úr vinnu.

Barsektin þekkist

Haukur segir að sektin sé hluti af menningu Taílands og að konur ráði sig til vinnu á börum með því skilyrði að fá að fara úr vinnu. „Ég hef búið víða og ég er bara ekkert svo viss um að það sé meira vændi hér en annars staðar. Það er allt bullandi í vændi heima á Íslandi og í Þýskalandi er vændishús á öðru hverju horni. Ég held hreinlega að það sé á öllum stöðum þannig hérna, að ef dömunni líst á gaurinn og hana langar að fara með honum, þá geta þær fengið að fara gegn því að þær endurgreiði launin sín,“ segir hann.

Haukur ítrekar að ekkert vændi sé á Paddy’s. „En það er engin vændisstarfsemi á okkar bar. En þetta kerfi er alls staðar, þær þurfa að fá að geta fengið að fara, það hefur í raun ekkert með okkur að gera. Við erum ekki með útgerð á einhverjum stelpum, alls ekki. Þær fá mánaðarlaun fyrir að vera í salnum og þjóna til borðs.

Haukur dregur ekki dul á að borgin Pattaya hafi raunar orðið til í kringum vændi. Hann segir þó að borgin sé talsvert öðruvísi í dag, þó vændi þekkist auðvitað, eins og alls staðar í heiminum. „Það er mjög margt fólk sem kemur hingað í tannlækningar, það kostar bara brot af því sem það kostar heima. Svo eru rosalega flottir golfvellir hérna og svo mætti lengi telja. Þetta er ekkert eins og það var áður fyrr. Hingað kemur fjölskyldufólk,“ segir Haukur.

Oft sendar af fjölskyldunni

DV hefur rætt við Íslending sem hefur stundað Íslendingabarina í Pattaya og „leyst út“ starfskonu staðarins. Lýsing hans rennir nokkrum stoðum undir lýsingu Hauks. „Í Taílandi er bara eðlilegt að konur vinni á bar, það er ekki vændi. Þær fá bónusgreiðslur í laun fyrir svokallaða „lady drykki“. Ef þú vilt svo bjóða þeim út að borða þá þarftu að borga „bar fine“. Þær ráða því svo alveg sjálfar hvort þær fara. Þetta er alls staðar svona og íslensku staðirnir eru engin undantekning. Þetta er ekki vændi nema stelpan sjálf ákveði að gera það. Ég borgaði oft „bar fine“ en var ekkert endilega að fara að ríða þeim, við fórum kannski bara í bíó eða á fyllerí. Þessar stelpur eru mjög oft sendar í þetta af fjölskyldunni og þær þurfa þá að senda pening heim,“ segir maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“