fbpx
Fréttir

Krefst fjárnáms hjá Róberti Wessman: 1,4 milljarða skaðabætur ógreiddar

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 11:30

Reimar Pétursson, lögmaður, hefur fyrir hönd skjólstæðings síns, Matthíasar H. Johannessen farið fram á fjárnám hjá Róberti Wessman, til tryggingar skuldar uppá tæplega 1,4 milljarð. Þetta herma áreiðanlegar heimildir DV. Skuldin er tilkomin vegna dóms Hæstaréttar sem féll um miðjan febrúar þar sem Róbert og viðskiptfélagar hans, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnsson, voru dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir króna fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum. Að auki reiknast upphæðin með vöxtum frá júlí 2010 og dráttarvöxum frá árinu 2011. Skuldin stendur því í tæpum 1,4 milljarði króna í dag og er enn ógreidd.

Átti forkaupsrétt á hlutabréfum Róberts

Dómurinn féll 15.febrúar síðastliðinn í Hæstarétti en með honum var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi.  Matthías fór fram á 3,1 milljarð í bætur en gerði til vara kröfu um áðurnefndar 640 milljónir. Hæstiréttur féllst á síðari kröfuna.

Málið snerist um kaup fjórmenninganna á félagi sem síðar fékk nafnið Aztiq Pharma Partners ehf. Átti félagið, í gegnum dótturfélög sín, 30% hlut í lyfjafyrirtækinu Alovogen. Átti Róbert 94% í félaginu en hinir mennirnir 2% hver. Síðar eignaðist Árni hlut Róberts en Matthías taldi sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi hlutabréfa Róberts.

Matthías taldi að þremenningarnir hefðu brotið á sér og komið í veg fyrir að hann nyti ágóðans af kaupunum í Alvogen. Þeir báru á móti að hann hefði ráðið sig til keppinautarins Actavis og neitað að undirrita trúnaðaryfirlýsingu. Löglega hefði verið staðið að ákvörðunum stjórnar.

Hæstiréttur var á öðru máli og taldi einsýnt að stjórn Aztiq Pharma Partnes hefði tekið hagmuni einstaks eða jafnvel einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni félagsins og þar með fram yfir hagsmuni annarra hluthafa. Sagði í dómsorði að stjórnarmenn ættu að setja hagsmuni félagsins í öndvegi þegar hætta væri á slíkum árekstrum en það hefðu þeir ekki gert í þetta sinn. Þess vegna hefðu þremenningarnir skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi.

Segja að uppgjör fari fram á næstu dögum

Rúmum mánuði síðar eru skaðabæturnar enn ógreiddar og því hefur verið farið fram á áðurnefnt fjárnám til tryggingar skuldarinnar. Fyrst hjá Róberti en því næst hjá Árna Harðarsyni og að lokum Magnúsi. DV hafði samband við lögmann Matthíasar, Reimar Pétursson, en hann kvaðst ekki tjá sig við fjölmiðla um mál sem hann ynni að. Í skriflegu svari til DV sagðist Árni  ekki hafa neinar upplýsingar um að beiðni um fjárnám væri komin fram. Sagði hann þremenningana vera í ágætum samskiptum við lögmann kröfuhafa og að uppgjörið færi fram næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“