fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Fær að nota sæði úr látnum eiginmanni sínum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 18:00

Fjörutíu og tveggja ára kona í Perth í Ástralíu hefur fengið samþykki fyrir því að fá afhent sæði úr eiginmanni sínum sem lést árið 2016. Maðurinn sem um ræðir var 53 ára en hann fékk hjartaáfall og komst ekki til meðvitundar.

Þegar læknar úrskurðuðu að heilastarfsemi væri nær engin og maðurinn kæmist ekki til meðvitundar var slökkt á öndunarvél sem hélt honum á lífi.

Fyrir dómi kom fram að konan og maðurinn, sem ekki eru nafngreind, hafi ætlað að ganga í hjónaband og eignast barn.

Áður en maðurinn fékk hjartaáfall hafði hann rætt við unnustu sína um að láta sæði í geymslu, en það gerði hann vegna þess að faðir hans og frændi höfðu dáið ungir úr hjartasjúkdómum. Óttaðist hann að sömu örlög myndu bíða hans eins og raunin varð.

Það var svo eftir andlát mannsins að læknar tóku sæði til varðveislu en vafi lék á því hvort konan hefði rétt á að nota það. Nú hefur dómstóll úrskurðað að konan megi nota sæðið í tæknifrjóvgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?